Ekki allir sáttir með að geta ekki lengur keypt ávexti eftir vigt Ekki er lengur hægt að versla grænmeti eða ávexti í Krónunni eftir vigt og eru slíkar vörur nú einungis afgreiddar í stykkjatali. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan sé með þessu að aðlagast tækniþróun og feta í fótspor verslana á Norðurlöndunum. 8.4.2022 20:21
Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður af kröfum Lúðvíks vegna Óðins Landsréttur sýknaði í dag Trausta Hafliðason, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetur ehf., útgáfufélag þess, af kröfum Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, sem krafist ómerkingar ummæla sem birtust í skoðanadálkinum Óðni. 8.4.2022 17:31
Fangelsisdómur Þorsteins vegna kynferðisbrota gegn ungum pilti staðfestur Landsréttur staðfest í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness gegn Þorsteini Halldórssyni frá 2020 þar sem honum var gerður upp hegningarauki upp á þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. 8.4.2022 16:13
Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. 8.4.2022 15:04
Stöðva framleiðslu á Ísey skyri í Rússlandi Ísey útflutningur ehf. hefur rift leyfissamningi sínum við rússneska félagið IcePro um framleiðslu og dreifingu á skyri undir merkjum ISEY-skyr fyrir Rússlandsmarkað. Á sama tíma hefur Kaupfélag Skagfirðinga dregið sig úr eignarhaldi á félaginu IcePro. 8.4.2022 11:06
Sexfalt fleiri gistinætur á hótelum Ætla má að gistinætur á hótelum hafi verið um 307.000 talsins í marsmánuði og þar af hafi gistinætur Íslendinga verið um 73.000. Þetta má lesa úr nýjum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands en til samanburðar voru gistinætur á hótelum um 49.700 í mars 2021. 8.4.2022 10:37
Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. 8.4.2022 09:58
Akureyrarbær skilaði óvæntum 752 milljóna afgangi Rekstur Akureyrarbæjar gekk mun betur á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir og var samstæða bæjarins rekin með 752 milljóna króna afgangi. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.184 milljarða króna tapi. 7.4.2022 12:16
Eigandi Nýju vínbúðarinnar dæmdur fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. 7.4.2022 11:41
Ásgeir nýr forstjóri SKEL og Iða Brá tekur við sem aðstoðarbankastjóri Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason lætur af störfum sem aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við sem nýr forstjóri SKEL fjárfestingarfélags, sem áður hét Skeljungur. 7.4.2022 09:25