Með nælu og hatt til heiðurs langömmu Mæðgurnar Katrín prinsessa af Wales og Karlotta heiðruðu minningu Elísabetar II Bretadrottningar við útför hennar í dag með skartgripavali sínu. Útförin fór fram í Westminster Abbey í Lundúnum og var henni streymt hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 19.9.2022 16:40
Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa eiga von á öðru barni Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson og kærasta hans, Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir, eiga von á sínu öðru barni í febrúar á næsta ári. Fyrir eiga þau tveggja ára dreng. Albert spilar með liðinu Genoa á Ítalíu þar sem fjölskyldan er búsett. 19.9.2022 14:16
Stjörnulífið: Eddan, kynjaboð og hundrað mílur Eddan átti hug og hjörtu landsmanna á sunnudagskvöldið þar sem verðlaun voru veitt fyrir íslenskt sjónvarpsefni. Ítalía heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður hjá ferðaþyrstum Íslendingum og listamenn vinna að nýju efni fyrir veturinn. 19.9.2022 11:45
Stökkið: „Eins og er bý ég með einhverjum tveim gaurum, held ég“ Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er rithöfundur, ritlistarnemi og bloggari. Hún gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Getnaður, hjá Forlaginu. Í beinu framhaldi af útgáfunni flutti hún af landi brott, beint til Buenos Aires í Argentínu. 19.9.2022 07:01
Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18.9.2022 21:42
TikTok stjarna sem ólst upp í Latabæ og elskar Ísland Leikkonan Chloe Lang kom til Íslands þegar hún var aðeins níu ára gömul til þess að taka við hlutverki Sollu Stirðu í Latabæ. Í dag býr hún í New York, er orðin TikTok stjarna, elskar Ísland og kemur reglulega í heimsókn. 18.9.2022 12:00
„Vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð“ Uppskrifta- og bókahöfundurinn Linda Ben giftist kærasta sínum til þrettán ára, Ragnari Einarssyni, á Ítalíu í vikunni. Saman eiga þau tvö börn. Lífið á Vísi náði tali af henni þar sem hún nýtur lífsins í sólinni á bleiku skýi eftir stóra daginn. 18.9.2022 09:00
Fyrstur manna á forsíðu breska Vogue Leikarinn Timothée Chalamet fékk þann heiður að vera fyrstur manna til þess að sitja einn á forsíðu tímaritsins breska Vogue. Þar fetar hann í fótspor söngvarans Harry Styles, sem var fyrsti maðurinn til þess að gera slíkt hið sama hjá ameríska Vogue árið 2020. 16.9.2022 16:31
„Simmi kominn með kærustu“ Sigmar Vilhjálmsson er kominn með kærustu, ef marka má nýjasta hlaðvarpsþáttinn af 70 mínútum. Hugi Halldórsson meðstjórnandi hans greindi upphaflega frá þessum gleðifréttum. 16.9.2022 12:25
Skírði dóttur sína Malibu Barbie Nafnaval samfélagsmiðlastjörnu hefur vakið töluverða athygli eftir að hún skírði dóttur sína Malibu Barbie. 16.9.2022 11:22
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent