
Kviknaði í strætó á leið í Mjódd
Um klukkan 16:30 kviknaði í strætó númer þrjú á Miklubraut á leið í Mjóddina í Reykjavík.
Fréttamaður
Um klukkan 16:30 kviknaði í strætó númer þrjú á Miklubraut á leið í Mjóddina í Reykjavík.
Samfylkingin mælist stærst allra flokka samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir stöðuna ekki mikla forspá fyrir næstu kosningar en leiðtogabreytingar og endurskipulag málefna virðist reynast flokknum vel.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir stjórnleysi ríkja hér á landi í útlendingamálum. Þá sé rafvopnavæðing stór hluti af því að auka öryggi lögregluþjóna í starfi. Hann sé ekki að undirbúa brottför úr starfi.
Klámleikarinn Ron Jeremy, sem er 69 ára að aldri, hefur verið metinn óhæfur andlega til þess að gangast undir réttarhöld. Hann er sagður með taugahrörnun sem hafi valdið vitrænni hnignun.
Dómari í hryðjuverkamálinu íhugar nú hvort vísa eigi frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. Sindri Snær og Ísidór, sem ákærðir eru í málinu, neituðu að hafa skipulagt hryðjuverk þegar málið var þingfest í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag.
Breskir mótmælendur eru uggandi yfir nýrri löggjöf um mótmæli sem er til umræðu hjá þinginu. Yrði frumvarpið og lagfæringar þess að lögum myndi það hefta verulega leiðir sem hafa verið notaðar af hagsmunasamtökum til þess að koma skilaboðum sínum áleiðis.
Félagsstofnun stúdenta hefur nú birt fyrstu myndirnar af nýjum stúdentagörðum í húsnæðinu sem áður var Hótel Saga.
Stórleikarinn Jeremy Renner er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir hrottalegt slys á nýársdag.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar.