„Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 17. janúar 2023 19:04 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga barnalega hvað orkumál varðar. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar. Guðlaugur Þór ræddi rafmagnsleysi á Reykjanesi og orkumál í Reykjavík síðdegis. „Bara svona í hreinskilni þegar kemur að öryggismálum hvort sem það eru þjóðaröryggismál eða orkuöryggi að þá erum við Íslendingar svolítil börn og verðum að taka þetta af meiri festu en við höfum gert áður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að ekki eigi að þurfa rafmagnsleysi til þess að hugað sé að þessum málefnum. Hann segir mikla pólitíska samstöðu ríkja um framtíðarsýn í orkumálum, að Íslendingar væri sjálfir sér nógir um orku. „Það þýðir það að þegar hræðilegir hlutir gerast eins og í Evrópu þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir orkuver, þá finnum við mjög lítið fyrir því. Við viljum ganga skrefinu lengra og vera með íslenska, sjálfbæra og endurnýjanlega orku á öllum okkar farartækjum og því sem við notum jarðefnaeldsneyti í núna,“ segir Guðlaugur. Þó sé til lítils að ætla sér þetta ef ekki er tryggt að orkan sé fáanleg ef eitthvað kemur upp á. Íslendingar þurfi að gera betur í því að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Þá segir Guðlaugur hljóð og mynd ekki fara saman. Íslendingum þyki sjálfsagt að geta gengið að eigin orku en séum ekki búin að undirbúa okkur undir áföll framtíðarinnar. Græn orka nauðsynleg Aðspurður hvort honum þyki rafmagns- og heita vatnsleysið sem kom upp á Reykjanesi varða þjóðaröryggi svarar ráðherra því játandi. Hann segir það einnig eiga við um önnur svæði á landinu. „Við þurfum að gefa þessu miklu meiri gaum og taka þetta af miklu meiri festu. Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur og svarar því jafnframt að til þess að lagfæra stöðuna þurfi að sjá til þess að á Íslandi sé græn orka. Hann segir nauðsynlegt að sjá til þess að ef eitthvað komi upp á þurfi einhver varaskeifa að vera til staðar til þess að taka við keyrslu á raforku. „Við erum með byggðarlínu sem við byggjum allt á, hún er hálfrar aldar gömul og hefur nýst okkur mjög vel. Það liggur alveg fyrir að hún komi til ára sinna og við þurfum að taka mið af því,“ segir Guðlaugur en öll svæði skipti máli. Plan B þurfi alltaf að vera til staðar. Eðlilegt að deila en niðurstaða nauðsynleg Hann segir eðlilegt að fólk deili um leiðir sem fara skuli við lagningu nýrra rafmagnslína en ekki sé hægt að fresta hlutunum endalaust. Nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu. „Niðurstaðan er alltaf sú að fólk sem að hefur hagsmuna að gæta, býr á svæðunum og annað þau þurfa að tala sig saman að niðurstöðu. Við getum ekki sparkað dollunni niður götuna endalaust,“ segir Guðlaugur. Hann segir mál gærdagsins hafa varpað ljósi á það sem skeður þegar rafmagnsleysi verður en afleiðingarnar verði alltaf meiri eftir því sem gengið er lengra í orkuskiptum. „Þeir aðilar sem að málunum koma, við þurfum bara að setjast niður og klára þetta verk,“ segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Umhverfismál Orkumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Sjá meira
Guðlaugur Þór ræddi rafmagnsleysi á Reykjanesi og orkumál í Reykjavík síðdegis. „Bara svona í hreinskilni þegar kemur að öryggismálum hvort sem það eru þjóðaröryggismál eða orkuöryggi að þá erum við Íslendingar svolítil börn og verðum að taka þetta af meiri festu en við höfum gert áður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir því við að ekki eigi að þurfa rafmagnsleysi til þess að hugað sé að þessum málefnum. Hann segir mikla pólitíska samstöðu ríkja um framtíðarsýn í orkumálum, að Íslendingar væri sjálfir sér nógir um orku. „Það þýðir það að þegar hræðilegir hlutir gerast eins og í Evrópu þegar Rússar ráðast inn í Úkraínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir orkuver, þá finnum við mjög lítið fyrir því. Við viljum ganga skrefinu lengra og vera með íslenska, sjálfbæra og endurnýjanlega orku á öllum okkar farartækjum og því sem við notum jarðefnaeldsneyti í núna,“ segir Guðlaugur. Þó sé til lítils að ætla sér þetta ef ekki er tryggt að orkan sé fáanleg ef eitthvað kemur upp á. Íslendingar þurfi að gera betur í því að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Þá segir Guðlaugur hljóð og mynd ekki fara saman. Íslendingum þyki sjálfsagt að geta gengið að eigin orku en séum ekki búin að undirbúa okkur undir áföll framtíðarinnar. Græn orka nauðsynleg Aðspurður hvort honum þyki rafmagns- og heita vatnsleysið sem kom upp á Reykjanesi varða þjóðaröryggi svarar ráðherra því játandi. Hann segir það einnig eiga við um önnur svæði á landinu. „Við þurfum að gefa þessu miklu meiri gaum og taka þetta af miklu meiri festu. Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál,“ segir Guðlaugur og svarar því jafnframt að til þess að lagfæra stöðuna þurfi að sjá til þess að á Íslandi sé græn orka. Hann segir nauðsynlegt að sjá til þess að ef eitthvað komi upp á þurfi einhver varaskeifa að vera til staðar til þess að taka við keyrslu á raforku. „Við erum með byggðarlínu sem við byggjum allt á, hún er hálfrar aldar gömul og hefur nýst okkur mjög vel. Það liggur alveg fyrir að hún komi til ára sinna og við þurfum að taka mið af því,“ segir Guðlaugur en öll svæði skipti máli. Plan B þurfi alltaf að vera til staðar. Eðlilegt að deila en niðurstaða nauðsynleg Hann segir eðlilegt að fólk deili um leiðir sem fara skuli við lagningu nýrra rafmagnslína en ekki sé hægt að fresta hlutunum endalaust. Nauðsynlegt sé að komast að niðurstöðu. „Niðurstaðan er alltaf sú að fólk sem að hefur hagsmuna að gæta, býr á svæðunum og annað þau þurfa að tala sig saman að niðurstöðu. Við getum ekki sparkað dollunni niður götuna endalaust,“ segir Guðlaugur. Hann segir mál gærdagsins hafa varpað ljósi á það sem skeður þegar rafmagnsleysi verður en afleiðingarnar verði alltaf meiri eftir því sem gengið er lengra í orkuskiptum. „Þeir aðilar sem að málunum koma, við þurfum bara að setjast niður og klára þetta verk,“ segir Guðlaugur. Viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Umhverfismál Orkumál Reykjavík síðdegis Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent