Innlent

Kviknaði í strætó á leið í Mjódd

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá strætóbílstjóra bregðast við.
Hér má sjá strætóbílstjóra bregðast við. Aðsent

Um klukkan 16:30 kviknaði í strætó númer þrjú á Miklubraut á leið í Mjóddina í Reykjavík. 

Samkvæmt heimildum Vísis fór allt vel og bílstjóri brást fljótt við. Að sögn farþega fór strætóinn að láta illa af stjórn við Miklubraut og reyndi bílstjórinn að keyra hann áfram með erfiðismunum. 

Þá hafi lyktin af reyknum komist inn í vagninn við stoppistöðina hjá Skeifunni og farþegar orðið mjög órólegir í kjölfarið. 

Klippa: Strætisvagn rýmdur

Að lokum stöðvaði bílstjórinn stætóinn við stoppistöðina Sogamýri og rýmdi vagninn en þá mátti sjá reykmökk koma undan honum. 

Ekki virðist hafa verið þörf á aðstoð slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu en þegar fréttastofa leitaði upplýsinga hafði enginn tilkynning borist vegna óhappsins á þeirra borð. 

Myndir af vettvangi má sjá hér að neðan. Þá er myndband af rýmingu vagnsins hér að ofan. 

Hér má sjá vagninn eftir að rýmingu lauk.Aðsent
Hér má sjá reykinn stíga undan vagninum. Aðsent

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×