Ritstjóri

Erla Björg Gunnarsdóttir

Erla Björg er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Biðu í nítján tíma eftir strigaskóm

Alls fóru um það bil tvö hundruð unglingar í röð eftir Kanye West strigaskóm. Skórnir kláruðust einum og hálfum tíma eftir að búðin opnaði.

Læra hlutverkaleik og lenda í ævintýri

Fimmtán ungmenni á aldrinum 12 til 20 ára eru þessar vikurnar á Larp-námskeiði. Larp, eða kvikspuni, er ævintýraheimur þar sem hlutverkaspil verður að veruleika.

Skoða losun fráveituvatns í borholur

Í dag sendi sveitarfélagið Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar í sveitarfélaginu inn fimm ára umbótaáætlun um fráveitumál. Áætlunin stendur og fellur með fjárstuðningi ríkisins.

Skóarafjölskylda leggur skóna á hilluna

Skóvinnustofa Hafþórs lokar 1. júlí eftir fimmtíu ára starsemi í Garðastrætinu. Öll fjölskyldan hefur starfað í fyrirtækinu og börnin nánast alin upp á verkstæðinu.

Kosningarnar gætu orðið sögulegar

Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu í morgun vegna fyrri umferðar þingkosninga þar í landi. Kosningarnar gætu orðið sögulegar því miðað við kosningaspár gæti Emmanuel Macron, sem var kjörinn forseti fyrir mánuði síðan, náð meirihluta á þinginu með nýstofnuðum flokki sínum. Stjórnmálafræðingur segir Macron vera fulltrúa hins franska frjálslyndis.

Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára

Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu.

Hraustur lestarhestur fagnar hundrað ára afmæli

Sigurpáll les fimm bækur á viku án gleraugna, er nýhættur að keyra bíl og spilar bridds tvisvar í viku. Hann segist ekki vita uppskriftina að háum aldri og tekur afmælisdeginum með mikilli rósemi.

Sjá meira