Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28.12.2021 12:04
Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt Memorial, elstu mannréttindasamtökum landsins, að hætta starfsemi sinni. Úrskurðurinn er sagður enn eitt skrefið í aðför Vladimírs Pútín Rússlandsforseta að hugsanafrelsi. 28.12.2021 11:50
Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28.12.2021 11:23
836 greindust smitaðir innanlands í gær 836 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 28.12.2021 10:51
Stofnandi og starfsmenn Apple Daily ákærðir fyrir uppreisnaráróður Stofnandi dagblaðsins Apple Daily hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður af saksóknurum í Hong Kong. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir brot á umdeildum öryggislögum sem sögð eru skerða fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í héraðinu. 28.12.2021 10:48
Boeing 737 Max flugvélar fá brátt að fljúga aftur í Indónesíu Þrjú ár eru liðin síðan Boeing 737 Max flugvél hrapaði fyrir utan strendur Java á Indónesíu með 189 innanborðs. Síðan þá hafa vélarnar ekki fengið að fljúga í Indónesíu en það mun brátt breytast. 28.12.2021 10:15
Talíbanar banna langferðir kvenna Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. 27.12.2021 14:31
Feginn góðum viðtökum við Verbúðinni: „Allt sem þú ert að horfa á gerðist“ Gísli Örn Garðarsson, einn af leikstjórum, höfundum og framleiðendum Verbúðarinnar, segir mikinn létti að viðtökur við fyrsta þætti seríunnar hafi verið góðar. Mikil vinna sé á bak við þættina, sem líklega hafi verið endurskrifaðir tuttugu sinnum í gegn. 27.12.2021 13:05
Alvarlega slasaður eftir misheppnaðan framúrakstur Ökumaður jeppa, sem lenti í árekstri á Suðurlandsvegi 20. desember síðastliðinn, slasaðist alvarlega í árekstrinum. Jepplingur, sem reynt hafði framúrakstur, lenti framan á bílnum með þessum alvarlegu afleiðingum. 27.12.2021 11:43
Ísraelar kanna virkni fjórða skammts bóluefnisins Hópur fólks fékk í morgun fjórða skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni á ísralesku sjúkrahúsi í morgun. Yfirvöld íhuga nú að heimila fjórðu sprautuna fyrir fólk í áhættuhópum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. 27.12.2021 11:00