Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Afar umfangsmikil framkvæmd við lagningu nýrrar hjáveitulagnar á Suðurnesjum er hafin eftir að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur í gær. Við förum yfir stöðu mála í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu

„Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu.

Viðbragðslúðrar ómuðu við Svarts­engi

„Við vitum að eldgosið hófst þarna um sex leytið og við vitum að það er á svipuðum stað og eldgosið sem hófst 18. desember og við vitum að þetta er alveg bara, við þekkjum þetta,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Elín snýr aftur af Gasaströndinni

Skurðhjúkrunarfræðingurinn Elín Jakobína Oddsdóttir, sem hefur starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins á sjúkrahúsi á Gasaströndinni síðustu sex vikur, er komin aftur til Íslands. 

Verð­bólga komin niður í 6,7 prósent

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,16 prósent í janúar frá mánuðinum á undan. Vísitalan án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,5 prósent frá desembermánuði.  Verðbólga síðastliðna tólf mánuði er nú komin niður í 6,7 prósent, en stóð í 7,7 prósentum í desember. 

Gætu bjargað nas­hyrningum með hjálp staðgöngumóður

Vel gæti verið að vísindamönnum takist að bjarga tegund hvítra nashyrninga ef tæknifrjóvgunartilraunir með aðstoð staðgöngumóður takast. Aðeins tvö kvendýr eru eftir í heiminum og því brýnt að koma tegundinni til bjargar.

Sjá meira