Innlent

Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Ekkja manns sem fékk ígræddan plastbarka og lést þrjátíu mánuðum síðar hefur stefnt íslenska ríkinu. Starsmenn Landspítala hafi átt þátt í dauða mannsins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdótur utanríkisráðherra sem er stödd í Úkraínu til að árétta stuðning Íslands við varnarbaráttu landsins. Þorgerður kynnti þar þrju hundruð milljóna króna stuðning til hergagnaframleiðslu.

Borgastjórn samþykkti í dag tillögu Sjálfstæðisflokks. með viðbótum meirihlutans, um að fela innri endurskoðun borgarinnar að gera stjórnsýsluúttekt á skipulagsferli vöruskemmu og matvinnslu að Álfabakka 2 í Breiðholti. Við ræðum við borgarstjóra í beinni útsendingu.

Við heimsækjum eitt glæsilegasta snjóhús landsins og smið hússins, sem er fjögurra ára.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 7. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×