Haukar endurheimtu toppsætið Haukar komu sér aftur á topp Olís-deildar kvenna i handbolta er liðið vann góðan fjögurra marka sigur gegn Aftureldingu í kvöld, 22-26. 17.11.2023 20:22
KA og FH í átta liða úrslit K og FH tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með útisigrum gegn Fjölni og ÍR. 17.11.2023 20:11
Hákon skoraði fimm í sigri í Íslendingaslag Hákon Daði Styrmisson skoraði fimm mörk fyrir Eintracht Hagen er liðið vann þriggja marka sigur gegn Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, Sveini Jóhannssyni og félögum í Minden í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, 37-34. 17.11.2023 19:39
Kasakstan heldur enn í vonina en Albanir tryggðu sér sæti á EM Þremur leikjum af sjö í undankeppni EM í kvöld er nú lokið. Kasakstan á enn möguleika á því að skáka Dönum eða Slóvenum eftir öruggan 3-1 sigur gegn San Marínó og Albanía er á leið á EM eftir jafntefli gegn Moldavíu. 17.11.2023 19:01
Bellingham valinn besti ungi leikmaður Evrópu Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag kjörinn besti ungi leikmaður Evrópu. 17.11.2023 17:46
Tilþrifin: Vrhex með ás upp í erminni Líkt og í Ljósleiðaradeildinni birtir Vísir Elko tilþrif kvöldsins úr íslenska Blast-umspilinu sem fram fór í gærkvöldi. Í þetta sinn er það Vrhex í liði Young Prodigies, sem áður hét TYen5ion, sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 17.11.2023 15:00
Tilþrifin: xZeRq lokar A-strætinu og tekur út fjóra Líkt og í Ljósleiðaradeildinni birtir Vísir Elko tilþrif kvöldsins úr íslenska Blast-umspilinu sem fram fór í gærkvöldi. Í þetta sinn er það xZeRq í liði Sögu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 15.11.2023 14:31
Sex höggum frá Evrópumótaröðinni fyrir lokadaginn Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina, DP World Tour í karlaflokki síðastliðinn mánudag. Lokadagur úrtökumótsins fer fram í dag og á Haraldur enn möguleika þó vonin sé veik. 15.11.2023 06:21
Dagskráin í dag: FA-bikarinn, pílukast, rafíþróttir og íshokkí Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafona bjóða upp á fimm beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi þar sem farið verður um víðan völl. 15.11.2023 06:01
Valsmenn halda áfram að safna liði og sækja Selfyssing til Fulham Selfyssingurinn Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við Val og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Bestu-deild karla í knattspyrnu. 14.11.2023 23:31