Segir mikilvægt að ræða varnarstefnu Íslands „Líklega þarf ekki nema áhöfn eins kafbáts eða einnar lúxussnekkju rússnesks auðjöfurs, sem lóna fyrir utan hafnir landsins öll sumur, til að taka yfir helstu stofnanir landsins,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur í færslu á Facebook. 6.3.2022 12:17
„Fólk drekkur úr pollunum á götunni“ „Það er ekkert rafmagn, enginn hiti, ekkert símasamband. Þetta er algjör hryllingur,“ hefur New York Times eftir ráðgjafa borgarstjórans í Maríupól um ástandið í borginni. 6.3.2022 09:14
Johnson leggur fram aðgerðaáætlun til að sigra Pútín Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur lagt til áætlun til að sigra Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Áætlunin er í sex liðum og felst meðal annars í því að styrkja varnir Atlantshafsbandalagsins. 6.3.2022 08:42
Vaktin: „Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem Úkraínumenn freista þess nú að verja nokkrar lykilborgir á sama tíma og Rússar sækja hart fram. 6.3.2022 07:56
Beina sjónum sínum að íbúðabyggð til að brjóta Úkraínumenn niður Kænugarður virðist vera aðalskotmark rússneskra hersveita að sögn yfirmanna úkraínska hersins en harðar árásir hafa einnig verið gerðar á Kharkív og Mykolaív síðasta sólahring. 6.3.2022 07:27
Stjórnvöld hafa ekki þegið 450 milljóna króna framlag Krabbameinsfélagsins til uppbyggingar nýrrar dagdeildar Húsnæðismál blóð- og krabbameinslækninga á Landspítalanum eru í miklum ólestri en þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld enn ekki gengið að tilboði Krabbameinsfélagsins um 450 milljóna króna framlag til úrbóta. 4.3.2022 13:10
Krefur Agnieszku útskýringa á ummælum á trúnaðarráðsfundi Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sitjandi formanni Eflingar, hefur borist bréf þar sem hún er innt eftir útskýringum á ummælum sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs um ráðstöfun fjármuna félagsins. 4.3.2022 09:07
Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4.3.2022 08:46
Neitaði ítrekað að lækka háttstillta tónlist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ítrekuð afskipti af manni í nótt vegna hávaða frá heimili hans. Um var að ræða verulega háttstillta tónlist en maðurinn var í annarlegu ástandi. Var hann ítrekað beðinn um að lækka og að lokum tilkynnt að hann yrði ákærður fyrir brot á lögreglusamþykkt. 4.3.2022 07:38
Rússar standi ekki við loforð um útgönguleiðir Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu. Árásir Rússa á stærsta kjarnorkuver Evrópu vöktu hörð viðbrögð víða um heim, eftir að eldur kviknaði í einni byggingu versins í nótt. 4.3.2022 06:29