Johnson leggur fram aðgerðaáætlun til að sigra Pútín Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2022 08:42 Johnson hefur lagt fram aðgerðaáætlun í sex liðum til að tryggja ósigur Vladimir Pútín Rússlandsforseta. epa/Valda Kalnina Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur lagt til áætlun til að sigra Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Áætlunin er í sex liðum og felst meðal annars í því að styrkja varnir Atlantshafsbandalagsins. „Pútín verður að mistakast og fólk verður að sjá honum mistakast í árásum sínum,“ segir forsætisráðherrann. „Það er ekki nóg að við lýsum stuðningi okkar við alþjóðlega og reglubunda skipan; við verðum að verja hana gegn ítrekuðum tilraunum til að endurskrifa hana með hernarðafli.“ 141 ríki fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu á alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni og 39 ríki kröfðust rannsóknar Alþjóðaglæpadómstólsins á mögulegum stríðsglæpum. Johnson vill hins vegar ganga enn lengra. Leiðtogar heims ættu að mynda alþjóðlegt mannúðarbandalag Úkraínu til stuðnings. Þeir ættu einnig að styðja Úkraínumenn í að verja sig. Auka ætti efnahagslegan þrýsting á Rússland. Alþjóðasamfélagið þarf að berjast gegn tilraun Rússa til að „normalisera“ aðgerðir sínar. Leita þarf diplómatískra lausna á átökunum en aðeins með aðkomu lögmætra stjórnvalda Úkraínu. Atlantshafsbandalagið þarf tafarlaust að grípa til aðgerða til að styrkja varnir sínar. Johnson mun ræða tillögu sína á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í dag og á fundi með Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, á morgun. Á þriðjudag mun hann síðan funda með leiðtogum Tékklands, Ungverjalands, Póllands og Slóvakíu. Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Úkraína Rússland Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
„Pútín verður að mistakast og fólk verður að sjá honum mistakast í árásum sínum,“ segir forsætisráðherrann. „Það er ekki nóg að við lýsum stuðningi okkar við alþjóðlega og reglubunda skipan; við verðum að verja hana gegn ítrekuðum tilraunum til að endurskrifa hana með hernarðafli.“ 141 ríki fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu á alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni og 39 ríki kröfðust rannsóknar Alþjóðaglæpadómstólsins á mögulegum stríðsglæpum. Johnson vill hins vegar ganga enn lengra. Leiðtogar heims ættu að mynda alþjóðlegt mannúðarbandalag Úkraínu til stuðnings. Þeir ættu einnig að styðja Úkraínumenn í að verja sig. Auka ætti efnahagslegan þrýsting á Rússland. Alþjóðasamfélagið þarf að berjast gegn tilraun Rússa til að „normalisera“ aðgerðir sínar. Leita þarf diplómatískra lausna á átökunum en aðeins með aðkomu lögmætra stjórnvalda Úkraínu. Atlantshafsbandalagið þarf tafarlaust að grípa til aðgerða til að styrkja varnir sínar. Johnson mun ræða tillögu sína á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í dag og á fundi með Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, á morgun. Á þriðjudag mun hann síðan funda með leiðtogum Tékklands, Ungverjalands, Póllands og Slóvakíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Bretland Úkraína Rússland Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira