Austurríkismenn horfa fram á útgöngubann fyrir óbólusetta Yfirvöld í Austurríki eru sögð örfáum dögum frá því að koma á útgöngubanni fyrir óbólusetta. Metfjöldi greindist með Covid-19 í landinu á síðustu 24 klukkustundum, eða 11.975. 12.11.2021 07:59
Sagt upp hjá Eflingu eftir 27 ára starf „Í dag var ég rekinn frá Eflingu. 27 ára starf var virt að vettugi enda kommúnistar við stjórn. Það er mikil reisn yfir þessu félagi og þetta var það fyrsta sem ný stjórn sýndi til að leysa vandann sem Sólveig skapaði.“ 12.11.2021 07:23
Zuckerberg tekur háðinu með stæl og hlakkar til að heimsækja „Icelandverse“ Inspired by Iceland birti myndbandsauglýsingu á Facebook í gær þar sem kynnt er til sögunnar „the Icelandverse“. Í myndbandinu fer persóna að nafni Zack Mossbergsson, yfirmaður framtíðarsýnar, meðal annars yfir það hvernig hægt er að „tengja heiminn“ án þess að vera „super weird“, eða stórskrýtinn á góðri íslensku. 12.11.2021 06:40
Hafði í hótunum vopnaður öxi og klippum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann í annarlegu ástandi í Hlíðahverfi en hann var vopnaður öxi og stórum klippum og hafði í hótunum við fólk. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og verður tekin skýrsla af honum þegar bráir af honum. 12.11.2021 06:10
Nói innkallar konfekt vegna mögulegra málmagna í fyllingunni Nói Síríus hefur innkallað tvær pakkningar af Nóa Konfekti vegna mögulegra málmagna í fyllingu konfektmolanna. Um er að ræða Konfekt í lausu, 560 gr., og Konfektkassa 630 gr. 11.11.2021 12:32
Þungt hljóð í sjómönnum sem horfa til óhefðbundinna aðgerða „Það er mjög að þyngjast hljóðið í mönnum, enda búnir að vera samningslausir í tvö ár,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu mála í kjaraviðræðum sjómanna. 11.11.2021 10:02
Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11.11.2021 09:30
Markle biður dómstól afsökunar vegna rangfærslna Meghan Markle, hertogynjan af Sussex, hefur beðið áfrýjunardómstól á Bretlandseyjum afsökunar á því að hafa ekki munað eftir því að hafa beðið aðstoðarmann um að koma upplýsingum á framfæri til höfunda bókar um hana og eiginmann hennar. 11.11.2021 08:10
Langflestir sem hafa greinst tvisvar með Covid-19 voru óbólusettir Alls hafa 27 einstaklingar hérlendis smitast tvisvar af kórónuveirunni samkvæmt skrá Almannavarna en af þeim voru 22 óbólusettir. Þetta kemur fram í svari almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins. 11.11.2021 07:30
Ein öruggasta leiðin til að fara út, koma saman og lifa lífinu „Það er ekki hægt að setja allar samkomur undir einn hatt. Það að fólk sé að hittast við alls konar aðstæður, í alls konar ástandi, þar sem er engin gæsla eða eftirlit, það er allt annað en tónleikar þar sem við erum með leyfi frá lögreglu, slökkviliðinu, heilbrigðisyfirvöldum og bæjaryfirvöldum.“ 11.11.2021 06:54