Fundu erfðagalla í sæðingahrúti sem veldur gulri fitu Í ljós hefur komið að sæðingahrútur sem átti í kringum 600 afkvæmi í vor hafi verið með erfðagalla sem gerir það að verkum að kjötfitan verður gul. Ekki er um sjúkdóm að ræða né er hættulegt að borða kjötið en það þykir ólystugt. 3.11.2021 08:07
Tveir eldri menn létust á tónleikum til heiðurs Abba Tveir menn, annar á níræðisaldri og hinn á sjötugsaldri, létust á tónleikum til heiðurs hljómsveitinni Abba í Uppsölum í gærkvöldi. Um slys var að ræða en eldri maðurinn datt niður af svölum og ofan á hinn. 3.11.2021 07:38
Bjarni telur nýja ríkisstjórn verða myndaða í næstu viku Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að ný ríkisstjórn verði mynduð í næstu viku. Viðræðum hafi miðað vel. 3.11.2021 06:47
Að minnsta kosti sjö fluttir á bráðamóttöku í gærkvöldi og nótt vegna slysa Tveir menn voru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin í gær sökum ástands. Annar var handtekinn í Hlíðahverfi og þar sem lögregla gat ekki komist að því hvar hann býr var hann fluttur á lögreglustöð. 3.11.2021 06:27
Eigandi rakti símann en þjófurinn þóttist eiga hann Um klukkan 17 í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að farsíma hefði verið stolið í verslunarmiðstöð í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Þremur tímum síðar hafði tilkynnandi aftur samband og hafði þá staðsett símann í Hlíðahverfinu. 3.11.2021 06:07
Ráðherra beðinn um að rökstyðja fullyrðingar sínar um flóttamenn Skorað hefur verið á Priti Patel, innanríkisráðherra Breta, að draga til baka eða rökstyðja fullyrðingar sem hún setti fram fyrir þingnefnd um að flestir þeir hælisleitendur sem kæmu til landsins á bátum væru ekki raunverulegir flóttamenn. 2.11.2021 09:20
Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2.11.2021 08:20
Hjartavöðvabólga í kjölfar bólusetninga afar fátíð og yfirleitt mild Nýjustu rannsóknir staðfesta það að hjartavöðvabólga hjá ungmennum í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19 er næstum alltaf mild og gengur til baka á skömmum tíma. Áhættan af því að fá Covid-19 er mun meiri. 2.11.2021 07:59
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2.11.2021 07:06
Mögulegt verkfall í miðri loðnuvertíð til umræðu á þingi SSÍ Að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns Sjómannasambands Íslands, er lítil hreyfing á kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfallsboðun verði meðal þess sem rætt verður á þingi sambandsins á fimmtudag og föstudag. 2.11.2021 06:51