Alls ekki ólíklegt að gæludýrin smitist af mannfólkinu Það er alls ekki óalgengt að gæludýr hvers eigendur hafa greinst með Covid-19 séu sömuleiðis smituð. Þetta hafa rannsóknir hollenskra vísindamanna leitt í ljós. Þeir mæla fólki frá því að knúsa dýrin á meðan veikindi eru á heimilinu. 1.7.2021 12:31
75 konur fæddu heima árið 2019 og sjö á leiðinni á fæðingarstað Alls fæddust 4.454 börn í 4.385 fæðingum á Íslandi árið 2019. Um er að ræða fjölgun miðað við síðustu ár en árið 2016 höfðu fæðingar ekki verið jafnfáar síðan árið 2002. 1.7.2021 11:51
Fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar. 1.7.2021 08:38
Segir höfuð óvina verða blóðguð á stálmúr kínversku þjóðarinnar „Aðeins sósíalisminn mun bjarga Kína og framþróun Kína mun byggja á kínverskum sósíalisma,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, í hátíðarávarpi í aðdraganda aldarafmælis kínverska kommúnistaflokksins. 1.7.2021 07:37
Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1.7.2021 06:31
Mannlaus bátur mögulega „sorglegur grikkur“ Leit var hætt á Álftavatni upp úr miðnætti í nótt en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að björgunarsveitir í Árnessýslu hefðu verið kallaðar út vegna mannlauss báts sem fannst á vatninu. 1.7.2021 06:01
Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30.6.2021 13:05
Svandís segir það í skoðun að flytja rannsóknirnar aftur heim Heilbrigðisráðherra segist hafa það til skoðunar að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim frá Danmörku. Hún segir það þó krefjast mikils undirbúnings. 30.6.2021 11:16
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30.6.2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30.6.2021 07:40
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti