Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára. 20.2.2023 15:14
Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20.2.2023 14:59
Skaðabætur vegna veikinda sem mengun í Járnblendinu orsakaði Jónas Árnason hlaut nýverið bætur vegna veikinda, óafturkræfra lungnaskemmda, sem talið er að megi rekja beint til mengunar og óbærilegra vinnuaðstæðna í Járnblendinu á Grundartanga. 18.2.2023 07:01
„Íbúar hér vilja þetta bara ekki“ Ný skoðanakönnun Gallup sem gerð var meðal þeirra sem búsettir eru í póstnúmerum 710 og 711 sýnir að mikill meirihluti eða þrír fjórðu þeirra eru andvíg sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Rúmur helmingur lýsir sig alfarið andvígan þeim fyrirætlunum. 17.2.2023 14:25
Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17.2.2023 07:01
Hreindýraveiðar rándýrar og skotveiðimenn gramir Búið er að gefa út kvóta fyrir hreindýraveiðar á næsta tímabili. Leyfum hefur fækkað og eru þau nú talsvert dýrari en fyrir ári. 15.2.2023 14:18
Iva sögð transfóbískur og hatursfullur rasisti Iva Marín Adrichem, söngkona og laganemi, segir að undanfarna daga hafi hún mátt sitja undir holskeflu óhróðurs á netinu eftir að hún vakti athygli á því að hún var klippt út úr myndbandi Ferðamálastofu, Sjálfsbjargar og ÖBÍ, sem fjallar um aðgengismál en sjálf er Iva blind. 13.2.2023 12:10
Segir grátlegt að sjá fjölmiðla kokgleypa ryðgaðan öngul Kidda sleggju Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, telur með hinum mestu ólíkindum að fjölmiðlar hafi tekið upp það sem hann segir ósvífna og lágkúrulega afvegaleiðingu í vestfirska miðlinum BB. 10.2.2023 16:53
Sigmar vill verða ritari Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í dag klukkan fjögur. Fyrir liggur tillaga um að stofnað verði embætti ritara innan flokksskipulagsins og hefur Sigmar Guðmundsson alþingismaður ákveðið að gefa kost á sér í það. 10.2.2023 13:45
Mun kæra Steinar Þór vegna ætlaðra brota á siðareglum lögmanna Sigurður Valtýsson, fyrirsvarsmaður Frigusar II sem stendur í málaferlum við ríkið og Lindahvol, hefur fullan hug á að kæra Steinar Þór Guðgeirsson til úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins vegna ætlaðs brots hans á siðareglum lögmanna. 9.2.2023 14:02