Watson og hans menn munu bíða Kristjáns í mynni Hvalfjarðar Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2023 17:17 Skipstjórarnir Locky MacLean og Paul Watson nú síðdegis. Um borð í John Paul De Joria. Þeir eru með rafmagnskapla í lúkunum, þess albúnir að mæta Kristjáni Loftssyni og skipum hans ef þau halda á miðin til veiða. Simon Ager/Paul Watson Foundation Skip aktívistans Paul Watson John Paul De Joria er nú á rúmsjó, einhver staðar miðja vegu milli Nýfundnalands og Íslands. Vísir náði sambandi við skipstjóra skipsins sem heitir Lockhard MacLean. „Við munum bíða hvalveiðiskipana ef Kristján Loftsson ákveður að senda þau út úr mynni Hvalfjarðar,“ segir Maclean í samtali við Vísi; spurður hvar skipið væri statt. Hann vildi ekki meina að það væri neitt leyndarmál, en eins og fram kom í frétt Vísis frá í morgun þá hafði verið slökkt á staðsetningarbúnaði skipsins. Að sögn MacLean hafa þeir heimildir fyrir því að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. „síðasta hvalveiðifangara á Íslandi,“ sé nú að setja sérstakan rafbúnað í skutla sína. Þetta hafi menn Kristjáns verið að gera í dag en MacLean sendir myndir sem eiga að staðfesta það. Þar má sjá menn með rafmagnskapla við Reykjavíkurhöfn þar sem hvalveiðiskipin eru við festar. Myndir sem her Neptúnus, áhöfn skipsins John Paul De Joria bárust í dag en þær hafa Watson og hans menn sér til marks um að verið sé að koma fyrir rafbúnaði í skutlum sem eigi að tryggja skjótari dauðdaga þeirra hvala sem skutlaðir verða. „Svo virðist sem þetta séu viðbrögð við skýrslu MAST,“ segir Lockhart. En vitnar í skýrsluna þar sem segir notkun rafmagns við aflífun tryggi ekki skjótan dauða. „Ekki aðeins munu hvalirnir verða fyrir áfalli og líða fyrir innvortis blæðingar af völdum sprengiskutla, þeir fá einnig raflost af völdum háspennu, áður en þeir drepast. Ef þetta er ekki inntak grimmdar, þá veit ég ekki hvað það er,“ segir Locky MacLean. Spurður hvort það væri ekki áhyggjuefni að enn væri útistandandi handtökuskipun á hendur Paul Watson á Íslandi sagði MacLean að Watson vildi skila eftirfarandi til blaðamanns. „Ég kom til Íslands 1988 og krafðist þess að ég yrði handtekinn. Yfirvöld neituðu og ég hef ekki heyrt frá þeim síðan. Tilgangur ferðar okkar og markmið er einföld, að vernda og verja hvali frá ólöglegum veiðum,“ segir Paul Watson. Rætt verður við Paul Watson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvalveiðar Hvalir Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Tengdar fréttir „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
„Við munum bíða hvalveiðiskipana ef Kristján Loftsson ákveður að senda þau út úr mynni Hvalfjarðar,“ segir Maclean í samtali við Vísi; spurður hvar skipið væri statt. Hann vildi ekki meina að það væri neitt leyndarmál, en eins og fram kom í frétt Vísis frá í morgun þá hafði verið slökkt á staðsetningarbúnaði skipsins. Að sögn MacLean hafa þeir heimildir fyrir því að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. „síðasta hvalveiðifangara á Íslandi,“ sé nú að setja sérstakan rafbúnað í skutla sína. Þetta hafi menn Kristjáns verið að gera í dag en MacLean sendir myndir sem eiga að staðfesta það. Þar má sjá menn með rafmagnskapla við Reykjavíkurhöfn þar sem hvalveiðiskipin eru við festar. Myndir sem her Neptúnus, áhöfn skipsins John Paul De Joria bárust í dag en þær hafa Watson og hans menn sér til marks um að verið sé að koma fyrir rafbúnaði í skutlum sem eigi að tryggja skjótari dauðdaga þeirra hvala sem skutlaðir verða. „Svo virðist sem þetta séu viðbrögð við skýrslu MAST,“ segir Lockhart. En vitnar í skýrsluna þar sem segir notkun rafmagns við aflífun tryggi ekki skjótan dauða. „Ekki aðeins munu hvalirnir verða fyrir áfalli og líða fyrir innvortis blæðingar af völdum sprengiskutla, þeir fá einnig raflost af völdum háspennu, áður en þeir drepast. Ef þetta er ekki inntak grimmdar, þá veit ég ekki hvað það er,“ segir Locky MacLean. Spurður hvort það væri ekki áhyggjuefni að enn væri útistandandi handtökuskipun á hendur Paul Watson á Íslandi sagði MacLean að Watson vildi skila eftirfarandi til blaðamanns. „Ég kom til Íslands 1988 og krafðist þess að ég yrði handtekinn. Yfirvöld neituðu og ég hef ekki heyrt frá þeim síðan. Tilgangur ferðar okkar og markmið er einföld, að vernda og verja hvali frá ólöglegum veiðum,“ segir Paul Watson. Rætt verður við Paul Watson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Hvalveiðar Hvalir Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Tengdar fréttir „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37 Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01
Gæslan meðvituð um ferðir og fyrirætlanir Watson og félaga Landhelgisgæslan er meðvituð um ferðir skipsins John Paul Dejoria og kunnugt um þær yfirlýsingar sem áhöfn þess hefur gefið í fjölmiðlum, segir í skriflegu svari Gæslunnar við fyrirspurn fréttastofu. 19. júní 2023 11:37
Fagráð um velferð dýra segir hvalveiðar ekki samræmast lögum Fagráð um velferð dýra hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á stórhvelum samræmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Ekki sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja velferð dýra við aflífun. 19. júní 2023 10:14