Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar. 4.7.2024 20:00
Herbert og Patrik leika við hvern sinn fingur í nýju myndbandi Tónlistarmennirnir Herbert Guðmundsson, Prettyboitjokko og Bomarz hafa gefið út skemmtilegt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra „Annan hring.“ Mikill 80's fílingur er í myndbandinu sem og í laginu sem þeir gáfu út saman í vikunni. 4.7.2024 16:14
Fundu sautján poka af ónýtum kannabisplöntum og úrgangi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 26. júní síðastliðinn leifar af kannabisræktun við Krýsuvíkurveg nálægt Bláfjallavegi. Þar fundust sautján svartir ruslapokar fullir af mold, áburði, úrgangi og ónýtum kannabisplöntum. Efnunum hefur verið fargað og er málinu lokið af hálfu lögreglunnar. 4.7.2024 14:52
Skjálfandafljót verði ekki virkjað á næstunni Meirihlutasamstarfi í Þingeyjarsveit var slitið í síðustu viku vegna þess sem kallaður hefur verið trúnaðarbrestur af þeim fulltrúum sem hafa sagt sig úr meirihlutanum. Þar fara hæst deilur um virkjunarframkvæmdir í Skjálfandafljóti. Tillaga K-listans um að Skjálfandafljót verði ekki virkjað var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. 4.7.2024 12:59
Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4.7.2024 11:01
Lagabreytingin vegi að eldri borgurum og öryrkjum erlendis Ingu Sæland þingmanni Flokks fólksins hugnast illa „verulega ljót“ lagabreyting sem tekur gildi um áramótin. Lagabreytingin kveður á um að Íslendingar sem búsettir eru erlendis og fá meira en 75 prósent tekna sinna frá tryggingastofnun, þurfi að sækja sérstaklega um að fá persónuafsláttinn sinn. Inga segir ómaklega vegið að eldri borgurum og öryrkjum. 3.7.2024 17:11
Skemmdu bíla í reiðiskasti áður en þeir flúðu lögreglu á rafskútu Tveir góðkunningjar lögreglunnar sem voru handteknir og yfirheyrðir í gær eru nú lausir úr haldi. Mennirnir ullu skemmdum á ökutækjum við Granda í Reykjavík, og flúðu svo lögreglu á rafhlaupahjóli. 3.7.2024 14:58
Fyrsta makrílfarmi vertíðarinnar landað í Neskaupstað Í gær kom Beitir NK með fyrsta makrílfarm vertíðarinnar til heimahafnar í Neskaupstað. Aflinn var tæp 500 tonn af stórum og flottum makríl, og vinnsla hófst strax í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. 3.7.2024 13:54
Kári Garðarsson ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna 78 Samtökin 78 hafa ráðið Kára Garðarsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Kári tekur við starfinu af Daníel E. Arnarsyni sem gegnt hefur stöðunni undanfarin sjö ár. 3.7.2024 13:54
Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3.7.2024 12:37