Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rann­saka já­kvæð á­hrif co­vid-bólu­efnis á krabba­meins­sjúklinga

Vísindamenn í Bandaríkjunum undirbúa nú rannsókn á því hvort ástæða sé til þess að gefa krabbameinssjúklingum algengustu tegund bóluefna gegn Covid-19 til þess að aðstoða við meðferð þeirra. Vísbendingar hafi komið fram um að bóluefni hjálpi ónæmiskerfi þeirra að glíma við æxli.

Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn

Bandaríska dómsmálaráðuneytið gæti greitt Donald Trump forseta jafnvirði hátt í þrjátíu milljarða íslenskra króna í meintar skaðabætur vegna rannsókna þess á honum. Trump segist sjálfur hafa lokaorðið um hvort alríkisstjórnin sem hann stýrir verði við kröfu hans.

Þúsundir fé­laga í Eflingu segjast líða skort

Fjárhagsstaða félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu er mun lakari en félaga í öðrum stéttarfélögum og þúsundir þeirra segjast líða verulegan skort. Efling segir að tveir af hverjum fimm félagsmönnum sínum lifi við fátækt.

Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu

Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði.

Starfs­leyfi skot­vallar á Álfs­nesi enn á ný fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samþykkja starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi sem lengi hefur verið deilt um. Heilbrigðiseftirlitið er sagt hafa átt að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram á vellinum áður en það tók afstöðu til leyfisins.

Opnar á að út­vista lofts­lags­mark­miðum Evrópu enn frekar

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gefur til kynna að það gæti náð loftslagsmarkmiðum sínum með aðgerðum utan álfunnar að enn meira leyti en áður hefur verið gert ráð fyrir. Markmiðið er að reyna að fá aðildarríkin til þess að koma sér saman um ný og metnaðarfyllri markmið út næsta áratug.

Þarf ekki lengur til­vísun til sjúkra­þjálfara næsta vor

Krafa um að tilvísun sérfræðings þurfi til þess að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun verður afnumin 1. apríl á næsta ári. Tilvísanafyrirkomulagið er sagt hafa reynst tímafrekt, ómarkvisst og kostnaðarsamt.

Sjá meira