Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Endurskipuleggja fjármál Strandabyggðar

Sveitarfélagið Strandabyggð fær þrjátíu milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga með samkomulagi sem það hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um fjárhagslega endurskipulagningu þess. Rekstur sveitarfélagsins hefur verið þungur að undanförnu.

Þrávirk efni ógna heilsu háhyrninga við Ísland

Margfalt meira af þrávirkum efnum fundust í íslenskum háhyrningum sem éta bæði fisk og spendýr en þeim sem nærast aðeins á fiski í nýrri rannsókn hafvísindamanna á Íslandi, í Kanada og Danmörku. Heilsu hvalanna og afkomu stofnsins er ógnað af menguninni.

Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90%

Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin.

Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð

Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn.

Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi

Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða.

Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum

Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um.

Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir

Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti.

Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum

Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga.

Ísland gæti notið góðs af útflutningshömlum ESB

Beri nýjar útflutningshömlur Evrópusambandsins á bóluefni gegn kórónuveirunni tilætlaðan árangur gæti Ísland notið ávaxta þess. Íslensk stjórnvöld eru þó ósátt við að í reglugerð hafi EFTA-ríki eins og Ísland verið sögð falla undir mögulegar takmarkanir.

Sjá meira