Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 19:37 Óánægja norðurírskra sambandssinna með stöðu sína eftir Brexit varð Arlene Foster að falli sem oddviti heimastjórnarinnar og leiðtogi DUP. Hún lætur af embætti í sumar. AP/Liam McBurnley Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin innan DUP vegna óánægju flokksmanna um hvernig komið er fyrir Norður-Írlandi eftir Brexit. Tolla- og landamæraeftirlit hefur verið komið á fyrir ákveðnar vörur sem eru fluttar á milli Norður-Írland og annarra hluta Bretlands en það var málamiðlun til að koma í veg fyrir að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægjan með fyrirkomulagið hefur meðal annars brotist fram í óeirðum í nokkrum borgum á Norður-Írlandi um og eftir páska. Ungmenni úr andstæðum fylkingum sambandssinna annars vegar og írskra þjóðernissinna hins vegar hafa grýtt hvert annað og lögreglu. Örlög Foster réðust þegar hópur þingmanna flokks hennar skrifaði undir vantraustsyfirlýsingu á hendur henni. Þeir finna henni til foráttu að hafa stutt útgöngusamning Borisar Johnsion, forsætisráðherra Bretlands. Hún brást við vantraustsyfirlýsingunni með því að tilkynna að hún ætlaði sér að segja af sér sem leiðtogi flokksins 28. maí og oddviti heimastjórnarinnar í lok júní. Búist er við því að eftirmaður Foster verði harðlínumaður. Ráðandi öfl í DUP vilja að Bretar rifti útgöngusamningunum við ESB. AP-fréttastofan segir að íhaldsmönnum í DUP hafi einnig misboðið frjálslyndi Foster í ýmsum samfélagslegum málefnum. Þannig greiddi hún ekki atkvæði með flokkssystkinum sínum gegn frumvarpi um að banna „meðferð“ gegn samkynhneigð á norður-írska þinginu í síðustu viku. Foster hefur leitt DUP frá 2015 og var fyrsta konan til að gegna leiðtogahlutverkinu. Undir forystu hennar átti flokkurinn í samstarfi við Sinn Fein, flokk þjóðernissinna en flokkar sambandssinna- og þjóðernissinna verða að mynda saman heimastjórn samkvæmt norðurírskri stjórnskipan. Stjórnin sprakk árið 2017 og ríkti stjórnarkreppa í að verða þrjú ár. Flokkarnir tóku þráðinn upp aftur í fyrra en enn ríki mikið vantraust á milli þeirra. Norður-Írland Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin innan DUP vegna óánægju flokksmanna um hvernig komið er fyrir Norður-Írlandi eftir Brexit. Tolla- og landamæraeftirlit hefur verið komið á fyrir ákveðnar vörur sem eru fluttar á milli Norður-Írland og annarra hluta Bretlands en það var málamiðlun til að koma í veg fyrir að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands. Óánægjan með fyrirkomulagið hefur meðal annars brotist fram í óeirðum í nokkrum borgum á Norður-Írlandi um og eftir páska. Ungmenni úr andstæðum fylkingum sambandssinna annars vegar og írskra þjóðernissinna hins vegar hafa grýtt hvert annað og lögreglu. Örlög Foster réðust þegar hópur þingmanna flokks hennar skrifaði undir vantraustsyfirlýsingu á hendur henni. Þeir finna henni til foráttu að hafa stutt útgöngusamning Borisar Johnsion, forsætisráðherra Bretlands. Hún brást við vantraustsyfirlýsingunni með því að tilkynna að hún ætlaði sér að segja af sér sem leiðtogi flokksins 28. maí og oddviti heimastjórnarinnar í lok júní. Búist er við því að eftirmaður Foster verði harðlínumaður. Ráðandi öfl í DUP vilja að Bretar rifti útgöngusamningunum við ESB. AP-fréttastofan segir að íhaldsmönnum í DUP hafi einnig misboðið frjálslyndi Foster í ýmsum samfélagslegum málefnum. Þannig greiddi hún ekki atkvæði með flokkssystkinum sínum gegn frumvarpi um að banna „meðferð“ gegn samkynhneigð á norður-írska þinginu í síðustu viku. Foster hefur leitt DUP frá 2015 og var fyrsta konan til að gegna leiðtogahlutverkinu. Undir forystu hennar átti flokkurinn í samstarfi við Sinn Fein, flokk þjóðernissinna en flokkar sambandssinna- og þjóðernissinna verða að mynda saman heimastjórn samkvæmt norðurírskri stjórnskipan. Stjórnin sprakk árið 2017 og ríkti stjórnarkreppa í að verða þrjú ár. Flokkarnir tóku þráðinn upp aftur í fyrra en enn ríki mikið vantraust á milli þeirra.
Norður-Írland Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira