Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Við­gerðin á flug­vél Gæslunnar kostaði 350 milljónir króna

Lagt er til að fjárveitingar til landhelgismála verðir auknar um 350 milljónir króna í ár vegna kostnaðar við viðgerð á hreyflum TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur kvartað undan því að stofnunin geti ekki rekið flugvél til að fylgjast með landhelginni.

Gagn­rýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fas­ista

Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi.

Segir ráð­herra bera skyldu til að af­greiða um­sóknir um hval­veiðar

Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum.

Hátt á annað hundrað milljónir vegna ó­væntra for­seta­skipta

Auknar fjárheimildir upp á tæpar 150 milljónir króna vegna ófyrirséðra forsetaskipta eru lagðar til í fjáraukalögum starfandi fjármálaráðherra. Þar af er kostnaður við öryggismál og endurbætur á íbúðarhúsnæði á Bessastöðum um 86 milljónir króna.

Nikó­tín­púðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi

Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim.

Hótar því að banna georgísku stjórnar­and­stöðuna

Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs.

Bjóða upp á veð­mál um leiki barna og styrkja knatt­spyrnurisa

Samstarfsaðili knattspyrnurisanna Barcelona og PSG býður upp á veðmál um úrslit þúsunda áhugamannaleikja sem hann streymir frá og þar sem keppendur eru allt niður í fjórtán ára gamlir. Starfsemi fyrirtækisins er ólögleg víða en hægt er að veðja á síðunni á Íslandi, meðal annars á úrslit íslenskra leikja.

Meiri­hluti Frakka telur lýð­ræðið ekki virka

Flestir svarendur skoðanakönnunar í Frakklandi sögðust telja að lýðræðið virkaði ekki og fjórðungur sagði að það væri ekki besta stjórnskipulagið sem völ væri á. Meira en helmingur svarenda sagði að það þyrfti „sterkt vald“ til að halda uppi lögum og rétti í landinu.

Taldi kennara hafa komið kröfum sínum í­trekað á fram­færi

Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt.

Sjá meira