Fáir á ferðinni á Suðurlandi en lögregla með stíft eftirlit Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. 1.8.2020 09:56
Dauðadómur yfir sprengjumanninum í Boston ógiltur Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ógilti í gær dauðadóm yfir Dzhokhar Tsarnaev vegna sprengjuárásarinnar á Boston-maraþonið árið 2013. Dómarinn í máli hans var talinn hafa vanrækt að ganga úr skugga um að kviðdómendur væru ekki hlutdrægir gegn Tsarnaev. 1.8.2020 09:12
Trump segist ætla að banna Tiktok Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum. 1.8.2020 08:27
Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1.8.2020 07:54
Ölvaður og virti ekki mörk einangrunar Maður sem átti að vera í einangrun á heimili sínu vegna Covid-19 var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að aðrir íbúar sögðust úrræðalausir yfir því að hann væri ölvaður og ætti erfitt með að virða mörk einangrunarinnar. 1.8.2020 07:20
Leikstjórinn Alan Parker látinn Alan Parker, breski leikstjórinn sem er hvað þekktastur fyrir myndir eins og „Midnight Express“, „Bugsy Malone“ og „Evitu“ er látinn, 76 ára að aldri. Kvikmyndir hans unnu til tíu Óskarsverðlauna og nítján BAFTA-verðlauna. 31.7.2020 16:46
Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. 31.7.2020 15:56
Hélt erlendum fasteignum og milljóna málverki frá kröfuhöfum Héraðssaksóknari hefur ákært Guðmund Birgisson, oft kenndan við bæinn Núpa í Ölfusi, fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. 31.7.2020 12:53
Funda með lögmannsstofu Samherja í september Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. 31.7.2020 11:54
Mesti samdráttur í sögu evrusvæðisins Landsframleiðsla evruríkjanna dróst saman um 12,1% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdrátturinn aldrei mælst meiri á evrusvæðinu. 31.7.2020 11:24