Hlutabréfaútgáfu Norwegian Air lokið Virði hlutabréfa í norska lágfargjaldaflugfélaginu Norwegian Air féll um helming eftir að hlutabréfaútgáfu lauk í dag. Einnig stendur til að ljúka því að breyta kröfum í hlutafé til þess að reyna að sigla félaginu í gegnum ólgusjó kórónuveirufaraldursins. 18.5.2020 11:36
Slakað á takmörkunum í Evrópu Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. 18.5.2020 10:32
Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15.5.2020 23:56
Slakað á heimsóknabanni á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir helgi Heimsóknir verða leyfðar með vissum takmörkunum á legudeildum sjúkrahússins á Akureyri frá og með mánudegi. Landspítalinn tilkynnti fyrr í dag að slakað yrði á takmörkunum á kvennadeild eftir helgi. 15.5.2020 23:08
Lánshæfi ríkissjóðs metið gott og horfur stöðugar Ríkissjóður fær sterka lánshæfiseinkunn hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu S&P Global Ratings sem metur horfur á Íslandi stöðugar. Fyrirtækið býst við 7,5% samdrætti á Íslandi á þessu ári vegna neikvæðra áhrif kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustu. 15.5.2020 21:00
Annar heilbrigðisráðherra í stjórn Bolsonaro hrökklast úr embætti Heilbrigðisráðherra Brasilíu sagði af sér í dag eftir innan við mánuð í embætti. Hann hefur verið ósammála Jair Bolsonaro forseta um viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Forveri hans í embættinu var rekinn vegna ágreinings við forsetann. 15.5.2020 20:27
Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní. 15.5.2020 19:48
Fasteignasala í borginni dróst saman um meira en 50% í apríl Rúmlega helmingi færri kaupsamningar voru gerðir í apríl en í mars. Fasteignasali segist ekki hafa séð slíkan samdrátt áður og rekur hann til kórónuveirufaraldursins. Hann segist bjartsýnn á að sala taki aftur við sér fljótt. 15.5.2020 18:54
Aðstandendur fá að fylgja konum á kvennadeild eftir helgi Opnað verður fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á Landspítalanum í flestum tilfellum frá og með mánudeginum 18. maí, þar á meðal í ómskoðun og eftir fæðingu. Ákveðnar takmarkanir verða þó áfram í gildi. 15.5.2020 17:36
Meðferð Ungverja á hælisleitendum talin ólögleg Hælisleitendum sem hefur verið haldið á bráðabirgðasvæðum í Ungverjalandi gæti verið sleppt eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi slíkt varðhald ólöglegt í dag. Skipaði dómstóllinn ríkisstjórn Viktors Orban að semja nýjar reglur um hælisleitendur. 14.5.2020 23:41