Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 14:58 Fánarnir við ríkisþinghúsið í Jackson voru teknir niður í síðasta skipti með viðhöfn í gær. Þeir voru fluttir á sögusafn. AP/Rogelio V. Solis Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Ákveðið var að hætta notkun gamla fánans sem var sá eini sem enn skartaði krossi gamla Suðurríkjasambandsins í kjölfar ákafrar umræðum um kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undafarinna vikna. Ríkisfáni Mississippi hafði verið í notkun í 126 ár en tákn Suðurríkjasambandsins var í efri vinstri fjórðungi hans. Hvítir þjóðernissinnar á ríkisþinginu komu því á fánann árið 1894, tæpum þrjátíu árum eftir að Suðurríkjasambandið leið undir lok, á sama tíma og hvítir íbúar Mississippi reyndu að svipta svarta íbúa nýfundnum pólitískum áhrif eftir að borgarastríðinu lauk. Þverpólitísk samstaða náðist um að leggja fánanum á ríkisþinginu á sunnudag og staðfesti Tate Reeves ríkisstjóri lögin á þriðjudag. Fáninn komst aftur í sviðsljósið eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður var drepinn í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mikil mótmælabylgja gegn kynþáttahyggju reis upp vegna dauða Floyd. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Samkoma var haldin við ríkisþinghúsið í borginni Jackson í gær þar sem þrír fánar voru teknir niður og brotnir saman í hinsta sinn. Fánarnir voru svo fluttir á sögusafn Mississippi þar sem einn þeirra verður hafður til sýnis. Hópur fólks fylgdist með athöfninni, þar á meðal Robert Clark sem var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri á ríkisþingið eftir að suðurríkin voru aftur sameinuð Bandaríkjunum eftir borgarastríðið. Clark, sem er 91 árs gamall, barðist í áratugi fyrir að fána Mississippi yrði breytt en án árangurs. Tákn Suðurríkjasambandsins er enda minnisvarði um kynþáttahyggju í hugum fjölda Bandaríkjamanna. Robert Clark, fyrrverandi varaforseti ríkisþings Mississippi, gladdist þegar gamli ríkisfáninn var tekinn niður í gær.AP/Rogelio V. Solis Á tímamótunum sagði Clark AP-fréttastofunni að sér hafi verið hugsað til afa síns sem var neyddur til að ganga um berfættur og matast úr trogi áður en hann var leystur úr þrældómi þegar hann var ellefu ára gamall. „Þess vegna barðist ég fyrir að fá fánanum breytt, vegna þess að fáninn táknaði þetta hvað mig varðaði,“ sagði Clark. Nefnd vinnur nú að hönnun nýs fána fyrir Mississippi án tákns gömlu suðurríkjanna. Ríkisþingmenn kváðu á um að á nýja fánann yrði að vera letrað „Við treystum á guð“. Hönnunin verður borin undir íbúa samhlið forsetakosningunum 3. nóvember. Suðurríkjasambandið var hópur sjö ríkja í sunnanverðum Bandaríkjunum þar sem þrælahald var við lýði sem gerði uppreisn og sagði sig úr lögum við þau árið 1861. Sambandið var leyst upp eftir ósigur þess í borgarastríðinu, sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið, árið 1865. Bandaríkin Tengdar fréttir Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46 NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Ákveðið var að hætta notkun gamla fánans sem var sá eini sem enn skartaði krossi gamla Suðurríkjasambandsins í kjölfar ákafrar umræðum um kerfislæga kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undafarinna vikna. Ríkisfáni Mississippi hafði verið í notkun í 126 ár en tákn Suðurríkjasambandsins var í efri vinstri fjórðungi hans. Hvítir þjóðernissinnar á ríkisþinginu komu því á fánann árið 1894, tæpum þrjátíu árum eftir að Suðurríkjasambandið leið undir lok, á sama tíma og hvítir íbúar Mississippi reyndu að svipta svarta íbúa nýfundnum pólitískum áhrif eftir að borgarastríðinu lauk. Þverpólitísk samstaða náðist um að leggja fánanum á ríkisþinginu á sunnudag og staðfesti Tate Reeves ríkisstjóri lögin á þriðjudag. Fáninn komst aftur í sviðsljósið eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður var drepinn í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mikil mótmælabylgja gegn kynþáttahyggju reis upp vegna dauða Floyd. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Samkoma var haldin við ríkisþinghúsið í borginni Jackson í gær þar sem þrír fánar voru teknir niður og brotnir saman í hinsta sinn. Fánarnir voru svo fluttir á sögusafn Mississippi þar sem einn þeirra verður hafður til sýnis. Hópur fólks fylgdist með athöfninni, þar á meðal Robert Clark sem var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri á ríkisþingið eftir að suðurríkin voru aftur sameinuð Bandaríkjunum eftir borgarastríðið. Clark, sem er 91 árs gamall, barðist í áratugi fyrir að fána Mississippi yrði breytt en án árangurs. Tákn Suðurríkjasambandsins er enda minnisvarði um kynþáttahyggju í hugum fjölda Bandaríkjamanna. Robert Clark, fyrrverandi varaforseti ríkisþings Mississippi, gladdist þegar gamli ríkisfáninn var tekinn niður í gær.AP/Rogelio V. Solis Á tímamótunum sagði Clark AP-fréttastofunni að sér hafi verið hugsað til afa síns sem var neyddur til að ganga um berfættur og matast úr trogi áður en hann var leystur úr þrældómi þegar hann var ellefu ára gamall. „Þess vegna barðist ég fyrir að fá fánanum breytt, vegna þess að fáninn táknaði þetta hvað mig varðaði,“ sagði Clark. Nefnd vinnur nú að hönnun nýs fána fyrir Mississippi án tákns gömlu suðurríkjanna. Ríkisþingmenn kváðu á um að á nýja fánann yrði að vera letrað „Við treystum á guð“. Hönnunin verður borin undir íbúa samhlið forsetakosningunum 3. nóvember. Suðurríkjasambandið var hópur sjö ríkja í sunnanverðum Bandaríkjunum þar sem þrælahald var við lýði sem gerði uppreisn og sagði sig úr lögum við þau árið 1861. Sambandið var leyst upp eftir ósigur þess í borgarastríðinu, sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið, árið 1865.
Bandaríkin Tengdar fréttir Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46 NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Mississippi fjarlægir umdeilt Suðurríkjamerki úr fánanum Öldungadeild þingsins í Mississippi í Bandaríkjunum hefur samþykkt að Suðurríkjamerki skuli fjarlægt úr fána ríkisins. 29. júní 2020 07:37
Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14
Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. 9. júní 2020 22:46
NASCAR leggur blátt bann við Suðurríkjafánanum Í gegnum tíðina hefur jafnan mátt sjá áhorfendur veifa hinum umdeilda Suðurríkjafána á keppnum í NASCAR-kappakstrinum í Bandaríkjunum en svo verður ekki lengur. 10. júní 2020 23:00