Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum

Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna.

Ætla að segja upp samningi við Thorsil í Helguvík

Samningi Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. um uppbyggingu kísilverksmiðju á Helguvík verður sagt upp. Stjórn Reykjaneshafnar fól hafnarstjóra að rifta samningnum frá og með mánaðamótum á fundi sínum í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Staðan í viðræðum flugmanna og Icelandair, opnun landamæra Íslands og nýr íslenskur bíll á Grænlandi er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög

Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána.

Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell

Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta.

Um 5% fólks á Spáni gætu hafa smitast af veirunni

Mótefnamæling á Spáni bendir til þess að allt að 5% íbúa þar hafi smitast af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Það eru um tífalt fleiri en fjöldi staðfestra smita í landinu. Heilbrigðisráðherra Spána segir mælinguna sýna að ekkert hjarðónæmi sé til staðar.

Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur

Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna.

Ekki útlit fyrir frekari viðræður Icelandair og flugfreyja

Forstjóri Icelandair segir áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að ekki hafi verið boðað til frekari funda og að ekki sé útlit fyrir að svo verði eftir að fundi var slitið fyrir hádegi í dag.

Sjá meira