Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Olíuiðnaðurinn aldrei upplifað annað eins áfall og nú

Öll spjót standa nú á olíuiðnaðinum sem hefur aldrei upplifað annað eins áfall og nú vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Alþjóðaorkumálastofnunin varar við því að áhrifin á sum viðkvæm olíuútflutningsríki eigi eftir að verða alvarleg.

Faraldurinn raskar veðurathugunum í háloftunum

Lömun flugsamgangna í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins hefur fækkað veðurathugunum í háloftunum verulega á undanförnum vikum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin lýsir áhyggjum af áhrifunum á veðurspár og loftslagsrannsóknir.

Almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu

Ekki stendur til að endurskoða tilmæli til almennings varðandi notkun á grímum til að verjast kórónuveirusmiti. Sóttvarnalæknir segir yfirvöld vilja að almenningur noti ekki grímur að nauðsynjalausu því að þau vilji spara búnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Tvöfalt fleiri umsóknir á einum mánuði en allt árið í fyrra

Vinnumálastofnun bárust um 32.000 umsóknir um greiðslur í mars, um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri stofnunarinnar segist aldrei hafa horft upp á annað eins og biður fólk um að hafa skilning á miklu álagi sem er á starfsmönnum hennar.

Leggur til framlengingu samkomubanns út apríl

Sóttvarnalæknir ætlar að leggja til við heilbrigðisráðherra að samkomubann og aðrar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verði framlengdar út apríl.

Telja sig á spori viðsjálla svarthola

Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til.

Fjöldi smitaðra kominn yfir 1.200

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.220 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 85 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær.

Landlækni tilkynnt um andlát konu skömmu eftir útskrift af bráðadeild

Alvarlegt atvik þar sem 42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hún var útskrifuð af bráðadeild Landspítalans hefur verið tilkynnt til embættis landlæknis, að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans. Landlæknir segir að alvarleg atvik tengist oft álagi en ekki í öllum tilfellum.

Aðstandendur fá ekki að fylgja með í keisaraskurð

Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítalans ákvað í dag að taka fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á skurðstofu í keisaraskurð vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir fæðingarþjónustu segir að íþyngjandi aðgerðir sem þessar séu nauðsynlegar til að vernda viðkvæma starfsemi spítalans.

Þörf á úthaldi og þolgæði næstu vikurnar

Sóttvarna- og landlæknir vara við því að reyna muni á úthald og þolgæði allra í aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins næstu vikurnar. Afar líklegt er að framlengja þurfi aðgerðir sem nú eru í gildi en er búist við því að tilkynnt verði um framhaldið öðru hvoru megin við helgina.

Sjá meira