Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skóari skellir í lás á Grettis­götunni

Skóvinnustofunni í Reykjavík, sem áður gekk undir nafninu Þráinn skóari, verður lokað fyrir mánaðamót. Þar með hverfur síðasti starfandi skósmiðurinn í miðborg Reykjavíkur á braut.

Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Ís­landi

Arkitekt sem teiknaði nýbyggingar á Vatnsstíg segir grundvallarmisskilnings gæta um þaksvalir á Íslandi. Þar sé oftast besta skjólið, þvert á það sem margir halda. Sjálfur leggur hann alltaf upp með að teikna þaksvalir á sínar byggingar.

Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu fram­kvæmdum á ferlinum

Arkitekt og verkstjóri á Vatnsstíg, þar sem nýtt hótel og íbúðarhús hafa gjörbreytt ásýnd götunnar, segja verkið eitt það allra erfiðasta sem þeir hafa ráðist í á ferlinum. Skipulag á reitnum hafi reynst afar flókið - og ekki má heldur gleyma mannlega þættinum.

Fær enn þá bullandi hjart­slátt þegar síminn hringir ó­þægi­lega snemma

Kona, sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir þrjátíu árum, segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Hún furðar sig á því að rannsóknarnefnd um hamfarirnar, sem hóf störf í byrjun árs, hafi ekki verið komið á fót löngu fyrr.

Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð

Íslendingur sem flúði gróðureldana í Los Angeles segir heimili sitt og allt hverfið sem hann bjó í brunnið til grunna. Mikil óvissa ríki um framtíðina og honum líði eins og hann sé staddur í bíómynd. Eldarnir eru þeir mestu á svæðinu í manna minnum og eyðileggingin mikil. Erfiðlega hefur tekist að ná stjórn á þeim þó vind sé tekið að lægja.

Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku

Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Sögu­legt fuglaflensusmit á Ís­landi og Trump á­sælist Græn­land

Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku.

For­eldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miska­bætur

Foreldrar Ibrahims Shah, átta ára drengs sem lést þegar ekið var á hann á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, krefja ökumann steypubíls um samtals tuttugu milljónir króna í miskabætur, að viðbættum lögmanns- og útfararkostnaði.

Bíl­stjórinn á Ásvöllum á­kærður fyrir mann­dráp af gá­leysi

Bílstjóri steypubíls, sem ók á dreng á Ásvöllum í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að hann lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Þetta staðfestir Hildur Sunna Pálmadóttir sviðsstjóri hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá meira