Sprungin dekk og ónýtar felgur Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:59 Nokkrar af holunum sem myndast hafa á vegum í umhleypingum nú um helgina. Vegagerðin hefur staðið í ströngu við viðgerðir. Vegagerðin Stórar og djúpar holur á Hellisheiði og í Kömbum hafa gerta ökumönnum lífið leitt í morgun. Vegagerðin vinnur að viðgerðum á holunum, sem orðið hafa til eftir umhleypingar síðustu daga. Úrhellisrigning er á Snæfellsnesi, vatn hefur flætt yfir vegi á Vesturlandi og varað er við skriðuhættu á Vestfjörðum. Vegagerðin fékk fyrstu tilkynningar um holur á þjóðveginum á Suðurlandi í gær, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra fyrir suðursvæði hjá Vegagerðinni. Aðstæður eru verstar á tveimur stöðum, annars vegar neðst í Kömbunum við Hveragerði á leið til Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótunum við Hamragilsveg að Hellisheiðarvirkjun. „Þar eru að myndast slæmar holur, mynduðust í gær, og þá var kallaður út mannskapur hjá okkur til að fara að fylla í holur. Svo hefur þetta gerst aftur í nótt og margir bílar lentu í þessu í morgun, heyrðist mér,“ segir Svanur. Vinnuflokkur Vegagerðina fyllti þessa í holu við gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun, sem reyndist ökumönnum einna illskeyttust.vegagerðin Umhleypingar síðustu daga fari illa í slitlögin, og afleiðingarnar verði gjarnan þessar. Vinnuflokkar muni reyna að fylla í verstu holurnar með malbiki. Svanur er ekki með nákvæma tölu yfir ökumenn sem orðið hafa fyrir tjóni en þeir gætu verið allt að tuttugu. „Þetta eru svo hvassar holur og sérstaklega þarna við Hamragilsveginn, þar eru holurnar svo djúpar að þær eru komnar niður í mölina, og þá eru þetta mjög slæm högg sem menn verða fyrir og þá skemmast dekk og jafnvel felgur,“ segir Svanur. Hann beinir því til vegfarenda á svæðinu að fara varlega, ástandið gæti orðið viðvarandi næstu daga. Úrhelli í Grundarfirði Á vesturhluta landsins þurfa vegfarendur einnig að fara með gát, af annarri ástæðu þó. Þar er varað við vatnsveðri og skriðuhættu, einkum á Vestfjörðum. Jón Kristinn Helgason fagstjóri skriðuvöktunar á Veðurstofunni segir tilkynningar hafa borist um vatnavexti við Raknadalshlíð á Barðastrandavegi og á Kleifarheiði. „Svo er töluverð úrkoma á Snæfellsnesinu líka þó að það svæði þoli miklu meiri úrkomu. Það er mikið búið að skilja sig við mæla í Grundarfirði, 185 millimetrar á síðustu tuttugu og fjórum tímum sem er mjög mikið. Og þar flæðir eitthvað að mér skilst. Eina tilkynning um grjóthrun sem við höfum fengið er í Ólafsvíkurenni,“ segir Jón Kristinn. Vegagerð Hveragerði Ölfus Umferð Veður Tengdar fréttir Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Vegagerðin fékk fyrstu tilkynningar um holur á þjóðveginum á Suðurlandi í gær, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra fyrir suðursvæði hjá Vegagerðinni. Aðstæður eru verstar á tveimur stöðum, annars vegar neðst í Kömbunum við Hveragerði á leið til Reykjavíkur og hins vegar á gatnamótunum við Hamragilsveg að Hellisheiðarvirkjun. „Þar eru að myndast slæmar holur, mynduðust í gær, og þá var kallaður út mannskapur hjá okkur til að fara að fylla í holur. Svo hefur þetta gerst aftur í nótt og margir bílar lentu í þessu í morgun, heyrðist mér,“ segir Svanur. Vinnuflokkur Vegagerðina fyllti þessa í holu við gatnamótin að Hellisheiðarvirkjun, sem reyndist ökumönnum einna illskeyttust.vegagerðin Umhleypingar síðustu daga fari illa í slitlögin, og afleiðingarnar verði gjarnan þessar. Vinnuflokkar muni reyna að fylla í verstu holurnar með malbiki. Svanur er ekki með nákvæma tölu yfir ökumenn sem orðið hafa fyrir tjóni en þeir gætu verið allt að tuttugu. „Þetta eru svo hvassar holur og sérstaklega þarna við Hamragilsveginn, þar eru holurnar svo djúpar að þær eru komnar niður í mölina, og þá eru þetta mjög slæm högg sem menn verða fyrir og þá skemmast dekk og jafnvel felgur,“ segir Svanur. Hann beinir því til vegfarenda á svæðinu að fara varlega, ástandið gæti orðið viðvarandi næstu daga. Úrhelli í Grundarfirði Á vesturhluta landsins þurfa vegfarendur einnig að fara með gát, af annarri ástæðu þó. Þar er varað við vatnsveðri og skriðuhættu, einkum á Vestfjörðum. Jón Kristinn Helgason fagstjóri skriðuvöktunar á Veðurstofunni segir tilkynningar hafa borist um vatnavexti við Raknadalshlíð á Barðastrandavegi og á Kleifarheiði. „Svo er töluverð úrkoma á Snæfellsnesinu líka þó að það svæði þoli miklu meiri úrkomu. Það er mikið búið að skilja sig við mæla í Grundarfirði, 185 millimetrar á síðustu tuttugu og fjórum tímum sem er mjög mikið. Og þar flæðir eitthvað að mér skilst. Eina tilkynning um grjóthrun sem við höfum fengið er í Ólafsvíkurenni,“ segir Jón Kristinn.
Vegagerð Hveragerði Ölfus Umferð Veður Tengdar fréttir Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Margar slæmar holur á Hellisheiði Vegagerðin hefur varað við að mjög mikið sé af slæmum holum á Hellisheiðinni eftir umhleypingar síðustu daga. 10. febrúar 2025 08:39