Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona um fimmtugt var í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sex ára drengs í Kópavogi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1.2.2024 18:00
Hætta vegna hraunflæðis meiri í nýju hættumatskorti Hætta vegna hraunflæðis í Grindavík hefur verið fært upp í mikla hættu á nýju hættumatskorti Veðurstofunnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að heildarhættumatið sé það sama hafi fyrir Grindavík hafi þetta breyst. Einnig er hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu metin mjög mikil. 1.2.2024 17:26
Mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf Stjórn félags brjóstagjafaráðgjafa segir mikilvægt að skólar og stofnanir setji reglur um brjóstagjöf. 1.2.2024 08:00
Fjarlægja tónlist Taylor Swift og Harry Styles af TikTok Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum. 31.1.2024 23:43
Spyr ráðuneytið um langa bið fullorðinna eftir ADHD-greiningu Umboðsmaður Alþingis hefur beðið heilbrigðisráðuneytið um upplýsingar um fjölda þeirra sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, hver áætlaður biðtími sé og hvort og þá hvernig hann samræmist þeim viðmiðum sem landlæknir hefur sett um bið eftir heilbrigðisþjónustu. 31.1.2024 21:58
„Það má reikna með því að það fari allt á flot“ Gular viðvaranir taka aftur gildi annað kvöld. Hlý lægð kemur þá til landsins með mikilli rigningu. Búast má við asahláku og mikilli bleytu. Eftir það tekur við köld lægð með stormi. 31.1.2024 21:01
Þau fengu Íslensku bókmenntaverðlaunin Steinunn Sigurðardóttir hlaut í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bók sína Ból. Eva Björg Ægisdóttir hlaut Blóðdropann fyrir bók sína Heim fyrir myrkur. Gunnar Helgason og Rán Flygenryng hlutu verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bók sína Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að drepa. 31.1.2024 20:57
Halda viðræðum áfram á morgun Fundi breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins var frestað í dag. Fundi verður haldið áfram á morgun klukkan tíu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti þetta við fréttastofu í dag 31.1.2024 18:44
Opna spa í gamalli garðyrkjustöð á Flúðum Samkomulag um uppbyggingu á vegum Greenhouse Spa á Flúðum var undirritað á milli fyrirtækisins og Hrunamannahrepps í liðinni viku. Svæði fyrir ferðaþjónustutengda starfsemi hafði áður verið auglýst laust til úthlutunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjóra Flúða, Aldísi Hafsteinsdóttur. 31.1.2024 18:03
Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30.1.2024 15:58