Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Að óbreyttu verður opið fyrir umferð að gossvæðinu til klukkan 21 í kvöld. Rætt er við náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum. 10.4.2021 11:40
Í gæsluvarðhald grunaður um umfangsmikla kannabisræktun Karlmaður á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla kom upp um umfangsmikla þurrkun kannabisefna í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á fimmtudag. 10.4.2021 11:22
Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10.4.2021 10:59
Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10.4.2021 08:57
Innan við tíu prósent farþega ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið Aðeins fjórtán af 170 farþegum sem komu með flugi til landsins í dag ákváðu að fara á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Sumir farþeganna vissu ekki hvar þeir ætluðu að vera í sóttkví á meðan aðrir voru bólusettir og hér í þeim tilgangi að sjá eldgosið. 7.4.2021 20:00
Stunginn í upphandlegg og einn í haldi Karlmaður á fertugsaldri var stunginn í upphandlegginn inni á veitingastaðnum Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur um níuleytið í gærkvöldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 7.4.2021 12:24
Eins og verið sé að „sópa málinu undir teppi og kæfa umræðu“ Kona í áhættuhópi sem greindist með HPV veiruna í krabbameinsskimun hefur nú beðið í fjóra mánuði eftir að fá niðurstöðu úr seinni sýnatöku. Hátt í fjórtán þúsund manns hafa skráð sig í Facebookhópinn Aðför að heilsu kvenna. 2.4.2021 18:30
Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. 1.4.2021 18:56
Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1.4.2021 13:23
Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum. 1.4.2021 12:55