Eins og verið sé að „sópa málinu undir teppi og kæfa umræðu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. apríl 2021 18:30 Erna Bjarnadóttir, stofnandi Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, segir að sér finnist eins og verið sé að reyna að sópa málinu undir teppi og stöðva umræðu. Vísir Kona í áhættuhópi sem greindist með HPV veiruna í krabbameinsskimun hefur nú beðið í fjóra mánuði eftir að fá niðurstöðu úr seinni sýnatöku. Hátt í fjórtán þúsund manns hafa skráð sig í Facebookhópinn Aðför að heilsu kvenna. Um áramótin tók heilsugæslan við leghálsskimun af Krabbameinsfélaginu og var þá ýmislegt ófrágengið. Dönsk rannsóknarstofa greinir nú sýni frá Íslandi en ekki hafði verið gengið frá samningum við stofuna og þá var tölvukerfið ekki klárt. Ákvörðunin um að láta greina sýnin í Danmörku hefur sætt gagnrýni og hefur fagfélag lækna meðal annars lýst henni sem aðför að heilsu kvenna. Mikill áhugi á málinu Erna Bjarnadóttir, stofnaði Facebook-hópinn Aðför að heilsu kvenna í lok febrúar – eftir að hafa áttað sig á því að fjöldi kvenna væru í þeirri stöðu að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöðu úr leghálssýnatöku. Erna stofnaði Facebook-hópinn Aðför að heilsu kvenna eftir að hafa áttað sig á því hve margar konur væru í þeirri stöðu að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöðu úr leghálssýnatöku.Vísir/Egill „Og í dag eru komnir hátt í 13.500 manns í hópinn sem sýnir þennan almenna áhuga á málinu og hversu stórt og alvarlegt þetta mál er,“ segir Erna. Frænka Ernu, Margrét Hildur Ríkharðsdóttir, er í áhættuhópi þar sem hún hefur þurft að fara í keiluskurð. Hún fór í sýnatöku í nóvember, áður en skimun var færð yfir til heilsugæslunnar um áramót. Sýnið fór á flakk áður en það var sent til Danmerkur til greiningar. Í lok febrúar kom loks í ljós að í sýninu greindist HPV veita og hún boðuð í aðra sýnatöku. „Ég reyni að bóka mér tíma hjá heilsugæslunni en gat ekki fengið tíma fyrr en eftir fjórar vikur. Þarna voru liðnir þrír mánuðir frá því ég fór fyrst í sýnatöku,“ segir Margrét. Hefur beðið í fjóra mánuði eftir niðurstöðu Margrét fékk tíma hjá kvensjúkdómalækni þann 1. mars og bíður enn eftir niðurstöðu. „Þannig að ég er búin að bíða í fjóra mánuði eftir þessu og ég veit ekkert hvar sýnið mitt er,“ segir Margrét. „Hvar í veröldinni. Er það í Danmörku eða í flugvél einhvers staðar eða hvar það er þannig maður er orðin óþreyjufullur,“ segir Margrét. Þegar hún hringi í heilsugæsluna sé henni sagt að vera þolinmóð. „Þú segir ekki við konu sem er búin að bíða í fjóra mánuði og fara í keiluskurð , verandi með HPV veiruna að vera þolinmóð,“ segir Margrét. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir hefur beðið í fjóra mánuði eftir niðurstöðu úr sýnatöku. Hún er í áhættuhópi þar sem hún hefur þurft að fara í keiluskurð.Vísir/Egill Sýni sent út eftir helgi sem tekið var í nóvember Fjölmargar konur séu í sömu stöðu. Þær taka dæmi um konu sem hefur greinst þrisvar með krabbamein, og fór í sýnatöku 27. nóvember, sem bíður enn eftir niðurstöðu. „Og í gær fær hún þær upplýsingar, eftir að hafa sjálf grennslast fyrir um hvar sýnið hennar sé, að það fari út á mánudaginn,“ segir Erna. „Þú ert alltaf að hugsa um þetta og alltaf að spá í þessu. Hvað ef? Hvað ef það gerist eitthvað? Þannig já, mér líður ekki vel,“ segir Margrét. „Hvað á ég að bíða lengi eftir svörum. Ég get ekki gert neitt. Ég get ekkert hringt. Ég get ekkert gert. Ég get ekki farið. Ég þarf bara að bíða eftir svörum frá þessu fólki og þetta fólk er ekki að gera neitt,“ segir Margrét. „Ég held að okkur finnist að það sé verið að reyna sópa málinu undir teppi og reyna að kæfa umræðu um þetta þangað til að þetta verður komið í lag í þessu ferli til Danmerkur,“ segir Erna. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31 Leitarstöð KÍ: In memoriam Að skima fyrir sjúkdómum er vandasamt verk og getur iðulega leitt til of eða vangreiningar, ef ekki er rétt á málum haldið. 29. mars 2021 10:30 „Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ spyrja fæðinga- og kvensjúkdómalæknar „Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið.“ 27. mars 2021 15:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Um áramótin tók heilsugæslan við leghálsskimun af Krabbameinsfélaginu og var þá ýmislegt ófrágengið. Dönsk rannsóknarstofa greinir nú sýni frá Íslandi en ekki hafði verið gengið frá samningum við stofuna og þá var tölvukerfið ekki klárt. Ákvörðunin um að láta greina sýnin í Danmörku hefur sætt gagnrýni og hefur fagfélag lækna meðal annars lýst henni sem aðför að heilsu kvenna. Mikill áhugi á málinu Erna Bjarnadóttir, stofnaði Facebook-hópinn Aðför að heilsu kvenna í lok febrúar – eftir að hafa áttað sig á því að fjöldi kvenna væru í þeirri stöðu að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöðu úr leghálssýnatöku. Erna stofnaði Facebook-hópinn Aðför að heilsu kvenna eftir að hafa áttað sig á því hve margar konur væru í þeirri stöðu að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöðu úr leghálssýnatöku.Vísir/Egill „Og í dag eru komnir hátt í 13.500 manns í hópinn sem sýnir þennan almenna áhuga á málinu og hversu stórt og alvarlegt þetta mál er,“ segir Erna. Frænka Ernu, Margrét Hildur Ríkharðsdóttir, er í áhættuhópi þar sem hún hefur þurft að fara í keiluskurð. Hún fór í sýnatöku í nóvember, áður en skimun var færð yfir til heilsugæslunnar um áramót. Sýnið fór á flakk áður en það var sent til Danmerkur til greiningar. Í lok febrúar kom loks í ljós að í sýninu greindist HPV veita og hún boðuð í aðra sýnatöku. „Ég reyni að bóka mér tíma hjá heilsugæslunni en gat ekki fengið tíma fyrr en eftir fjórar vikur. Þarna voru liðnir þrír mánuðir frá því ég fór fyrst í sýnatöku,“ segir Margrét. Hefur beðið í fjóra mánuði eftir niðurstöðu Margrét fékk tíma hjá kvensjúkdómalækni þann 1. mars og bíður enn eftir niðurstöðu. „Þannig að ég er búin að bíða í fjóra mánuði eftir þessu og ég veit ekkert hvar sýnið mitt er,“ segir Margrét. „Hvar í veröldinni. Er það í Danmörku eða í flugvél einhvers staðar eða hvar það er þannig maður er orðin óþreyjufullur,“ segir Margrét. Þegar hún hringi í heilsugæsluna sé henni sagt að vera þolinmóð. „Þú segir ekki við konu sem er búin að bíða í fjóra mánuði og fara í keiluskurð , verandi með HPV veiruna að vera þolinmóð,“ segir Margrét. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir hefur beðið í fjóra mánuði eftir niðurstöðu úr sýnatöku. Hún er í áhættuhópi þar sem hún hefur þurft að fara í keiluskurð.Vísir/Egill Sýni sent út eftir helgi sem tekið var í nóvember Fjölmargar konur séu í sömu stöðu. Þær taka dæmi um konu sem hefur greinst þrisvar með krabbamein, og fór í sýnatöku 27. nóvember, sem bíður enn eftir niðurstöðu. „Og í gær fær hún þær upplýsingar, eftir að hafa sjálf grennslast fyrir um hvar sýnið hennar sé, að það fari út á mánudaginn,“ segir Erna. „Þú ert alltaf að hugsa um þetta og alltaf að spá í þessu. Hvað ef? Hvað ef það gerist eitthvað? Þannig já, mér líður ekki vel,“ segir Margrét. „Hvað á ég að bíða lengi eftir svörum. Ég get ekki gert neitt. Ég get ekkert hringt. Ég get ekkert gert. Ég get ekki farið. Ég þarf bara að bíða eftir svörum frá þessu fólki og þetta fólk er ekki að gera neitt,“ segir Margrét. „Ég held að okkur finnist að það sé verið að reyna sópa málinu undir teppi og reyna að kæfa umræðu um þetta þangað til að þetta verður komið í lag í þessu ferli til Danmerkur,“ segir Erna.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31 Leitarstöð KÍ: In memoriam Að skima fyrir sjúkdómum er vandasamt verk og getur iðulega leitt til of eða vangreiningar, ef ekki er rétt á málum haldið. 29. mars 2021 10:30 „Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ spyrja fæðinga- og kvensjúkdómalæknar „Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið.“ 27. mars 2021 15:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31
Leitarstöð KÍ: In memoriam Að skima fyrir sjúkdómum er vandasamt verk og getur iðulega leitt til of eða vangreiningar, ef ekki er rétt á málum haldið. 29. mars 2021 10:30
„Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ spyrja fæðinga- og kvensjúkdómalæknar „Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið.“ 27. mars 2021 15:02