Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Háskóladagurinn í dag

Háskóladagurinn er í dag. Þá munu allir háskólar landsins kynna nám sitt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 400 námsleiðir verða kynntar á þessum degi milli klukkan 12 og 15.

Banda­ríkin henda hjálpar­gögnum úr lofti yfir Gasa

Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma.

Myndir: Marg­menni með Stiglitz

Margmenni var mætt á málþing með Nóbelsverðlaunahafanum Joseph Stiglitz sem fram fór í hádeginu í dag í Veröld - húsi Vigdísar.

Bein út­sending: Stjörnur í góðgerðarstreymi í tólf tíma

Tölvuleikjaspilararnir Rósa Björk og Harpa Rós standa fyrir góðgerðarstreymi í tólf tíma í dag og á morgun, laugardag. Streymið hefst klukkan 14:00 og verður í gangi til 02:00 í nótt. Allur ágóði af streyminu rennur til Píeta samtakanna og er hægt að fylgjast með í beinni á Vísi.

Ekki í boði að þreytast á varnaðar­orðum um eld­gos

Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir enn auknar líkur á eldgosi í og/eða við Svartsengi. Hún segist helst óttast að fólk verði værukært vegna reglulegra frétta af auknum líkum á eldgosi.

„Þess full­viss að verkfallsboðunin verður sam­þykkt“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist vera fullviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsboðun. Boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu um verkföll starfsfólks sem starfa við ræstingu á mánudag. Fundað verður á eftir í Karphúsinu klukkan níu.

Sjá meira