Forseti Ísraels leggur mikla áherslu á þátttöku í Eurovision Isaac Herzog forseti Ísrael segir að landið verði að eiga fulltrúa í Eurovision í ár. Hann segir marga hatara vilja reka fulltrúa landsins af sviði. 26.2.2024 10:38
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26.2.2024 10:04
Eldur kviknaði í rútu í Hafnarfirði Eldur kom upp í rútu við bensínstöð N1 við Lækjargötu í Hafnarfirði í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu komu allir farþegar auk bílstjóra sér út í tæka tíð. 26.2.2024 08:57
Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að lokast. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26.2.2024 08:38
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23.2.2024 15:51
Fyrirvari næsta goss gæti orðið innan við hálftími Kvikumagn undir Svartsengi nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda fyrri gosa. Fyrirvari vegna næsta eldgoss gæti orðið mjög stuttur, innan við þrjátíu mínútur. 23.2.2024 15:03
Loka fyrir heitt vatn á meðan ný hitaveitulögn er tengd HS Veitur munu á morgun loka fyrir heitt vatn í Grindavík frá klukkan 09:00 og fram á kvöld á meðan verið er að tengja hjáveitu hitalögn sem kemur í stað þeirrar sem skemmdist í eldgosi þann 14. janúar síðastliðinn. 23.2.2024 14:41
Rændur af þjófum í Landsbankanum Í hið minnsta einn viðskiptavinur Landsbankans varð fyrir barðinu á þjófum við hraðbanka í vikunni sem leið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. 23.2.2024 13:31
Sóðaskapur varð starra að aldurtila Snævarr Örn Georgsson íbúi á Akureyri varð í vikunni var við máttfarinn starra uppi í grenitré. Snævarr, sem er vanur fuglatalningamaður, klifraði upp í tré til að kíkja á fuglinn og kom í ljós að hann var flæktur í plastrusl og illa haldinn. 23.2.2024 13:30
Tapaði enn og aftur áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum tapaði enn á ný áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda um að svipta hana ríkisborgararétti. Shamima fæddist í Bretlandi en gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki Íslams í Sýrlandi fimmtán ára gömul árið 2015. 23.2.2024 12:03