Tók við fúkyrðum frá brjáluðum manni með keðjusög Björgunarsveitarmanninum Tómasi Loga Hallgrímssyni óraði ekki fyrir hvernig næstu sólarhringar yrðu þegar hann var kallaður út á laugardagsmorgun. Tvö þúsund aðstoðarbeiðnir, lokanir, fúkyrði frá manni með keðjusög og ákeyrsla tóku við en hann er loksins kominn heim. 20.12.2022 23:49
Afgönskum konum bannað að stunda háskólanám Ráðamenn Talíbana, sem ráða ríkjum í Afganistan, hafa fyrirskipað að öllum konum landsins verði bannað að stunda nám í háskólum landsins. 20.12.2022 23:19
Vél Icelandair snúið við vegna tæknibilunar Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Keflavík til Denver, var snúið við í kvöld vegna tæknibilunar. Unnið er að því að útvega 158 farþegum Icelandair hótelherbergi. 20.12.2022 23:06
Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. 20.12.2022 21:45
Tíu þúsund án rafmagns eftir jarðskjalfta upp á 6,4 Jarðskjálfti að stærð 6,4 reið yfir í norður Kaliforníu, á svæði í kringum borgina Eureka, í dag. Um 10 þúsund manns eru án rafmagns og að minnsta kosti tveir eru slasaðir. Skemmdir urðu einnig á vegum á svæðinu. 20.12.2022 20:07
Óveðursverkefnum formlega lokið Óveðursverkefnum Björgunarsveita er formlega lokið. Eftir því sem leið á daginn fækkaði verkefnum og nú er hiti um frostmark á höfuðborgarsvæði sem minnkar skafrenning. 20.12.2022 19:45
Slökkvilið kallað til vegna lítils háttar elds á Nordica Dælubíll slökkviliðs ásamt sjúkrabílum var boðaður á Hilton Nordica hótel vegna reyks rétt í þessu. 20.12.2022 18:54
„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20.12.2022 18:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Reykjanesbraut var loks opnuð aftur í dag og einhverjir farþegar sem höfðu setið fastir í Keflavík voru fluttir með þotu til Reykjavíkur. Enn bíða þó margir á flugvellinum og ferðaplön mörgþúsund farþega eru í uppnámi. 20.12.2022 18:00
Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20.12.2022 17:32