Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 21:45 Daniel átti að mæta til Íslands í gær en dvelur nú þess í stað á hóteli skammt frá flugvellinum í Helsinki, 36 tímum eftir að hann lagði af stað frá Texas. samsett Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. „Mér líður svo sem ágætlega, svona hlutir gerast. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég flýg utan Bandaríkjanna, sem og fyrsta skipti sem ég ferðast einn,“ segir Daniel í samtali við fréttastofu. „Maður getur víst ekki stjórnað veðrinu. Ég er bara stóískur og vona að allt endi vel.“ Það sem áttu að vera þrjár flugferðir mun því að öllum líkindum enda í sex ferðum, frá Texas til Chigaco og þaðan til London. Frá London til Helsinki, Helsinki til Berlínar og þaðan til fyrirheitna landsins Íslands. Lenti á brottfararstað Daniel hefur verið í 36 tíma ferðalagi og náð einungis um fjögurra tíma svefni á þeim tíma. „Ég sofnaði aðeins í fluginu sem átti að vera frá Helsinki til Íslands. Flugstjóranum snerist hugur á leiðinni og ég vaknaði aftur í Helsinki, þessi ferð er alveg með ólíkindum.“ Daniel flaug frá Chicago til London þar sem hann missti af næsta flugi til Íslands vegna rafmagnsbilunar í vélinni. „Klukkutími í London varð að tólf tímum. Ég fann ekki töskuna strax og fór í raðir til að ræða við einhvern og missti á endanum af fluginu. Ég beið svo í síma ferðaþjónustunnar í einn og hálfan tíma sem sagði að ég þyrfti að tala við flugfélagið. Loks átti ég flug frá London til Helsinki og þaðan til Íslands.“ Sú ferð misheppnaðist hins vegar eins og áður segir og er Daniel nú staddur á hóteli sem flugfélagið FinnAir útvegaði honum. Vonar það besta „Það hefur reyndar sennilega verið það besta við ferðina hingað til, að geta sofið á hótelherbergi.“ Það besta við ferðina til Íslands hingað til: hótelherbergi í Helsinki.aðsend Ef allt gengur að óskum flýgur Daniel til Berlínar á morgun en þar tekur við 5 tíma bið áður en flogið verður til Íslands. Hingað til lands ætti hann því að mæta um fjögur leytið á morgun. „Ég er kennari og er með tveggja vikna frí nú um jólin og vildi upplifa eitthvað allt annað en í mínum heimabæ í Texas. Ég þekki nokkra frá Íslandi þannig mér datt bara í hug að kanna hvernig lífið væri á Íslandi“ segir Daniel og bætir við að hann hafi kynnst nokkrum Íslendingum á samfélagsmiðlum. „Nú bíð ég bara og vona að það rætist eitthvað úr þessu,“ segir Daniel að lokum. Ferðalög Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Mér líður svo sem ágætlega, svona hlutir gerast. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég flýg utan Bandaríkjanna, sem og fyrsta skipti sem ég ferðast einn,“ segir Daniel í samtali við fréttastofu. „Maður getur víst ekki stjórnað veðrinu. Ég er bara stóískur og vona að allt endi vel.“ Það sem áttu að vera þrjár flugferðir mun því að öllum líkindum enda í sex ferðum, frá Texas til Chigaco og þaðan til London. Frá London til Helsinki, Helsinki til Berlínar og þaðan til fyrirheitna landsins Íslands. Lenti á brottfararstað Daniel hefur verið í 36 tíma ferðalagi og náð einungis um fjögurra tíma svefni á þeim tíma. „Ég sofnaði aðeins í fluginu sem átti að vera frá Helsinki til Íslands. Flugstjóranum snerist hugur á leiðinni og ég vaknaði aftur í Helsinki, þessi ferð er alveg með ólíkindum.“ Daniel flaug frá Chicago til London þar sem hann missti af næsta flugi til Íslands vegna rafmagnsbilunar í vélinni. „Klukkutími í London varð að tólf tímum. Ég fann ekki töskuna strax og fór í raðir til að ræða við einhvern og missti á endanum af fluginu. Ég beið svo í síma ferðaþjónustunnar í einn og hálfan tíma sem sagði að ég þyrfti að tala við flugfélagið. Loks átti ég flug frá London til Helsinki og þaðan til Íslands.“ Sú ferð misheppnaðist hins vegar eins og áður segir og er Daniel nú staddur á hóteli sem flugfélagið FinnAir útvegaði honum. Vonar það besta „Það hefur reyndar sennilega verið það besta við ferðina hingað til, að geta sofið á hótelherbergi.“ Það besta við ferðina til Íslands hingað til: hótelherbergi í Helsinki.aðsend Ef allt gengur að óskum flýgur Daniel til Berlínar á morgun en þar tekur við 5 tíma bið áður en flogið verður til Íslands. Hingað til lands ætti hann því að mæta um fjögur leytið á morgun. „Ég er kennari og er með tveggja vikna frí nú um jólin og vildi upplifa eitthvað allt annað en í mínum heimabæ í Texas. Ég þekki nokkra frá Íslandi þannig mér datt bara í hug að kanna hvernig lífið væri á Íslandi“ segir Daniel og bætir við að hann hafi kynnst nokkrum Íslendingum á samfélagsmiðlum. „Nú bíð ég bara og vona að það rætist eitthvað úr þessu,“ segir Daniel að lokum.
Ferðalög Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira