Celtic tvöfaldur meistari eftir dramatískan sigur á erkifjendunum Celtic er deildar- og bikarmeistari í Skotlandi eftir hádramatískan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Rangers í úrslitum skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu fyrr í dag. Celtic hafði þegar tryggt sér skoska meistaratitilinn og fullkomnaði tvennuna í dag, Rangers til mikils ama. 25.5.2024 23:31
Teitur Örn og félagar í úrslit Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru komnir í úrslit Evrópudeildarinnar í handbolta eftir öruggan sex marka sigur á Dinamo Búkarest, lokatölur 38-32. 25.5.2024 23:00
Fyrstu táningarnir síðan Ronaldo árið 2004 Táningarnir Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo voru á skotskónum þegar Manchester United lagði nágranna sína í Man City í úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Þeir eru fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik keppninnar síðan Cristiano Ronaldo gerði það árið 2004. 25.5.2024 22:31
Spánarmeistarar Real enduðu tímabilið á markalausu jafntefli Real Madríd gerði markalaust jafntefli við Real Betis í lokaumferð La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Nágrannar þeirra í Atlético lögðu Real Sociedad 2-0. 25.5.2024 21:31
PSG tvöfaldur meistari París Saint-Germain lagði Lyon 2-1 í úrslitum frönsku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Var leikur kvöldsins að öllum líkindum síðasti leikur Kylian Mbappé fyrir félagið. Hann var ekki á skotskónum að þessu sinni. 25.5.2024 21:16
AC Milan missti niður unninn leik AC Milan gerði 3-3 jafntefli við Salernitana í lokaumferð Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Þjálfaralaust Juventus endaði tímabilið á sigri. 25.5.2024 20:50
Leverkusen bikarmeistari eftir vonbrigðin í Evrópu Bayer Leverkusen er þýskur bikarmeistari í knattspyrnu karla. Liðið stendur uppi sem bæði Þýskalandsmeistari sem og þýskur bikarmeistari eftir ótrúlegt tímabil þar sem eina tap liðsins kom gegn Atalanta í úrslitum Evrópudeildarinnar. 25.5.2024 20:20
Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25.5.2024 18:15
Bikarmeistarinn Bruno: „Þurftum að fórna og þjást en við gerðum magnaða hluti“ „Þetta var síðasti möguleikinn á að ná einhverju jákvæðu út úr tímabilinu. Við vorum hér [í úrslitum ensku bikarkeppninnar] í fyrra en vorum ekki nægilega góðir þá og þurftum að horfa á þá taka við bikarnum,“ sagði Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, eftir 2-1 sigur á Englandsmeisturum Man City í úrslitum ensku bikarkeppninni í knattspyrnu. 25.5.2024 16:51
Vitnaði í Wenger og segir reynslumikið lið mæta til leiks á EM Evrópumót karla í knattspyrnu fer fram 14. júní til 14. júlí í Þýskalandi. Lærisveinar Gareth Southgate í enska landsliðinu leika í C-riðli ásamt Slóveníu, Danmörku og Serbíu. Þjálfarinn vakti mikla athygli þegar hann valdi 33 manna úrtakshóp en alls má taka 26 leikmenn með sér á mótið. 23.5.2024 14:01