„Þurfa að finna sársaukann“ „Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. 25.2.2024 21:30
Markaskorarinn Van Dijk hrósaði ungu strákunum eftir sigurinn Virgil van Dijk tryggði Liverpool sigur í enska deildabikarnum en hann skoraði tvívegis í úrslitaleiknum gegn Chelsea. Fyrra markið var dæmt af en það síðara, undir lok framlengingar, stóð og tryggði Liverpool sigurinn. Hann hrósaði ungum leikmönnum liðsins að leik loknum. 25.2.2024 20:45
Fékk á sig tvö víti og lét reka sig af velli í ótrúlegum sigri Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason átti eftirminnilegt kvöld þegar lið hans Midtjylland vann ótrúlegan 3-2 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. 25.2.2024 20:16
„Klikkuðum á grunnatriðinum“ „Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik. Við vorum mikið betri í seinni hálfleik þangað til þriðja markið sló okkur niður,“ sagði Eddie Howe eftir 4-1 tap sinna manna í Newcastle United gegn Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni. 25.2.2024 08:00
Vel undirbúinn Þorvaldur horfir fram veginn Þorvaldur Örlygsson var í dag kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi sambandsins sem haldið var í Framheimilinu. Tvær umferðir þurfti til að skera úr um sigurvegara kosninganna. 25.2.2024 07:00
Dagskráin í dag: Úrslit enska deildarbikarsins, Lakers, Serie A og margt fleira Það er íþróttaveisla á boðstólnum hjá Stöð 2 Sport þennan sunnudaginn. Liverpool og Chelsea mætast í úrslitum enska deildarbikarsins, það er Íslendingaslagur í Þýskalandi, það er fjöldinn allur af leikjum á Ítalíu sem og leikur úr NBA- og NHL-deildinni. 25.2.2024 06:00
„Leikmenn mínir eru ofurmenni“ Pep Guardiola gat ekki annað en hrósað leikmönnum sínum eftir nauman 1-0 útisigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 24.2.2024 23:01
Stelpurnar úr leik Íslenska stúlknalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngra mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í seinni umferð undankeppni EM sem fram fer síðar á þessu ári. Tapið þýðir að Ísland er úr leik. 24.2.2024 22:30
Albert lagði upp í sigri Albert Guðmundsson lagði upp í 2-0 sigri á Udinese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 24.2.2024 22:05
Skytturnar halda í við toppliðin tvö Arsenal lagði Newcastle United 4-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 24.2.2024 22:00