Danmörk og Svíþjóð í undanúrslit Danmörk og Svíþjóð eru komin í undanúrslit á EM karla í handbolta. Danmörk vann öruggan sigur á Noregi á meðan Svíþjóð lagði Portúgal. 21.1.2024 21:30
Tindastóll örugglega í undanúrslit Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta eftir 23 stiga sigur á KR sem leikur í B-deildinni, lokatölur 83-60. 21.1.2024 20:55
Dagnýjarlaust West Ham tapaði enn einum leiknum Það gengur hvorki né rekur hjá West Ham United í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í kvöld tapaði liðið á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur sem þýðir að Hamrarnir hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum. 21.1.2024 20:49
Albert tryggði sigurinn af vítapunktinum Albert Guðmundsson tryggði Genoa 2-1 útisigur á Salernitana í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 21.1.2024 19:50
Dramatískir sigrar hjá Real Madríd og Barcelona Real Madríd vann gríðarlega dramatískan sigur á botnliði Almería í La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Spáni. Lokatölur 3-2 þar sem gestirnir komust 2-0 yfir. Spánarmeistarar Barcelona unnu einnig dramatískan sigur þökk sé Ferran Torres þegar þeir sóttu Real Betis heim. 21.1.2024 19:46
Tryggvi Snær stigahæstur í tapi gegn Real Madríd Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðan leik þegar lið hans Bilbao mátti þola fimmtán stiga tap gegn toppliði Real Madríd í ACB-deild karla í körfubolta á Spáni. 21.1.2024 19:31
Hákon Arnar skaut Lille áfram í bikarnum Franska úrvalsdeildarliðið Lille lenti í kröppum dansi gegn D-deildarliði Racing CFF í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson sá hins vegar til þess að Lille skreið áfram en hann skoraði eina mark leiksins. 21.1.2024 18:45
Toppliðið jók forskot sitt á toppi deildarinnar Eftir markalausan fyrri hálfleik á Vitality-vellinum þá skoraði topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, fjórum sinnum og vann gríðarlega sannfærandi útisigur á Bournemouth. 21.1.2024 18:25
Kristian Nökkvi skoraði í stórsigri Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles. 21.1.2024 17:55
Martin öflugur í góðum útisigri Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba Berlín þegar liðið sótti Bonn heim í þýsku úrvalsdeildinni, lokatölur 87-95. 21.1.2024 17:20