Handbolti

Dan­mörk og Sví­þjóð í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emil Nielsenl varði 15 skot í marki Dana.
Emil Nielsenl varði 15 skot í marki Dana. EPA-EFE/FABIAN BIMMER

Danmörk og Svíþjóð eru komin í undanúrslit á EM karla í handbolta. Danmörk vann öruggan sigur á Noregi á meðan Svíþjóð lagði Portúgal.

Danmörk vann sex marka sigur á Noregi, lokatölur 29-23 og Danmörk komið í undanúrslit. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið spennandi en Danir leiddu með sjö mörkum í hálfleik.

Hans Lindberg, Mathias Gidsel og Simon Pytlick voru markahæstir hjá Dönum með 5 mörk hver. Alexander Blonz skoraði einnig 5 mörk í liði Noregs.

Svíþjóð vann sjö marka sigur á Portúgal, lokatölur 40-33. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá skoraði Svíþjóð síðustu þrjú mörkin og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19-15. Portúgal sá aldrei til sólar í síðari hálfleik og vann Svíþjóð þægilegan sigur að lokum.

Lucas Pellas var frábær í liði Svíþjóðar og skoraði 10 mörk. Þar á eftir kom Felix Claar með 6 mörk. Hjá Portúgal skoraði Martim Costa 8 mörk og Luis Frade 7 mörk.

Danmörk trónir á toppi milliriðils 2 með átta stig og er komið í undanúrslit. Sömu sögu er að segja af Svíþjóð sem er í 2. sæti með sex stig. Þar á eftir koma Slóvenía og Portúgal með fjögur stig á meðan Noregur er með 2 stig og Holland er án stiga.

Innbyrðis viðureignir gilda og því er Svíþjóð komið áfram þar sem það vann bæði Slóveníu og Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×