Illviðri yfir fyrstu ferðahelgina: „Bílar gætu jafnvel fokið“ Lítið sem ekkert ferðaveður verður yfir hvítasunnuhelgina, sem oft er kölluð fyrsta ferðahelgi ársins. Veðurfræðingur segir bálhvasst verða í nótt og í fyrramálið en að bjart og fallegt verði yfir laugardaginn á vestanverðu landinu. 26.5.2023 19:59
Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta Eldri borgarar skila meira til samfélagsins en þeir kosta, þetta sýnir ný skýrsla KPMG. Formaður landssambands eldri borgara fagnar því að samþætta eigi þjónustu við eldra fólk, núverandi fyrirkomulag sé ekki viðunandi. 25.5.2023 20:00
Lífsseig mýta kveðin í kútinn: Eldra fólkið virði en ekki byrði Tekjur hins opinbera frá eldra fólki eru mun meiri en kostnaður við hópinn. Þetta sýnir ný greining sem KPMG gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Stjórnvöld hafa hrint af stað aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk. 25.5.2023 12:04
Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 21.5.2023 23:40
„Það er ekki búið að biðja okkur fyrirgefningar“ Framkvæmdastjóri HIV Ísland vill að stjórvöld biðjist afsökunar á framgöngu sinni gagnvart HIV smituðum undir lok síðustu aldar. Sagan megi ekki endurtaka sig en fjörutíu ár eru nú liðin frá því að þeir fyrstu greindust með HIV á Íslandi. 21.5.2023 21:31
Veðrið meira og minna eins út mánuðinn „Ég myndi nú halda að þetta væri svona á þessum nótum, kannski aðeins skárra þegar líður á vikuna. En svona samt í þessum takti eiginlega meira og minna út mánuðinn,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 21.5.2023 20:04
Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. 19.5.2023 19:45
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19.5.2023 18:46
Eigendur eldri bíla gætu þurft að kaupa dýrara bensín Bílafloti landsins verður nú knúinn umhverfisvænna bensíni en áður. Fyrir langflesta er þetta engin breyting en fyrir þá sem eiga eldri bíla gæti þetta úthent lengri og dýrari ferðir á bensínstöðvar. 17.5.2023 22:10
Vel hefur gengið að verjast netárásum Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum. 17.5.2023 13:32
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent