Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 19. maí 2023 18:46 Katrín hlaut gagnrýni einhverra á samfélagsmiðlum fyrir móttökurnar. Evrópuráðið Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. Skráning tjóns af völdum Rússa í úkraínu, umhverfismál og málefni mannréttindadómstóls Evrópu voru meðal þess sem ályktað var um á leiðtogafundinum, en forsætisráðherra segir tímann þurfa að leiða í ljós hversu mikil áhrif fundarins verða. Umdeildur flokkur Ítalans „Við eigum auðvitað eftir að sjá þegar lengra líður frá hver áhrif [fundarins] verða i raun og veru. Það eru auðvitað ákveðnar áþreifanlegar niðurstöður sem snúast fyrst og fremst um ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart sínum verkum í Úkraínu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Athygli vakti hversu innilega vel fór á með Katrínu og Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Flokkur Meloni, Bræðralag Ítalíu, á ættir að rekja til fasistaflokka og hefur þótt andsnúinn innflytjendum, hinsegin fólki og réttinum til þungunarrofs. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Fundurinn sem hér var haldinn er leiðtogafundur Evrópuráðsins og Ísland er gestgjafi þessa fundar - og hann sækja leiðtogar allra aðildarríkja Evrópuráðsins. Það er ekki þannig að ég láti stjórnmálaskoðanir mínar trufla það hvernig ég tek á móti fólki sem er hingað að koma, til alvarlegs samtals um risastór mál á vettvangi alþjóðastofnunar, heldur tek ég vel á móti öllum.“ Hefðir þú átt að vera kuldalegri? „Að sjálfsögðu ekki.“ Sprengjusérfræðingar frá Noregi Mikið umstang og skipulagning fylgdi fundinum. Lúxusbílar sem fluttir voru inn til þess að ferja leiðtogana milli staða í borginni verða ekki fluttir aftur út heldur fara í sölu. Eins og fréttastofa greindi frá í dag er þegar búið að selja helming þeirra bíla sem keyptir voru. Þá var viðbúnaður lögreglu vegna fundarins mikill og þurfti að þjálfa um þrjú hundruð lögreglumenn sérstaklega í meðferð skotvopna. Tölur liggja ekki fyrir um heildarfjölda þeirra sem tóku þátt í gæslunni en lögreglan naut liðsinnis 116 erlendra lögreglumanna og sérfræðinga. Sérsveitarmenn og sprengjusérfræðingar komu frá Noregi og sérfræðingar í drónavörnum frá Danmörku. Frá Finnlandi komu sérfræðingar í drónavörnum og öryggisleit og nokkur aðstoð kom frá Europol, landamæraeftirliti Evrópu, auk frekari utanaðkomandi ráðgjafar. Sextíu sendinefndir sem sóttu fundinn nutu vopnaðrar gæslu – og á meðal þess sem keypt var inn fyrir fundinn voru skotvopn. Ekkert fæst uppgefið um umfang þeirra kaupa að svo stöddu, né hvað gert verður við vopnin nú þegar fundinum er lokið. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ítalía Tengdar fréttir Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. 17. maí 2023 20:59 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Sjá meira
Skráning tjóns af völdum Rússa í úkraínu, umhverfismál og málefni mannréttindadómstóls Evrópu voru meðal þess sem ályktað var um á leiðtogafundinum, en forsætisráðherra segir tímann þurfa að leiða í ljós hversu mikil áhrif fundarins verða. Umdeildur flokkur Ítalans „Við eigum auðvitað eftir að sjá þegar lengra líður frá hver áhrif [fundarins] verða i raun og veru. Það eru auðvitað ákveðnar áþreifanlegar niðurstöður sem snúast fyrst og fremst um ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart sínum verkum í Úkraínu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Athygli vakti hversu innilega vel fór á með Katrínu og Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Flokkur Meloni, Bræðralag Ítalíu, á ættir að rekja til fasistaflokka og hefur þótt andsnúinn innflytjendum, hinsegin fólki og réttinum til þungunarrofs. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Fundurinn sem hér var haldinn er leiðtogafundur Evrópuráðsins og Ísland er gestgjafi þessa fundar - og hann sækja leiðtogar allra aðildarríkja Evrópuráðsins. Það er ekki þannig að ég láti stjórnmálaskoðanir mínar trufla það hvernig ég tek á móti fólki sem er hingað að koma, til alvarlegs samtals um risastór mál á vettvangi alþjóðastofnunar, heldur tek ég vel á móti öllum.“ Hefðir þú átt að vera kuldalegri? „Að sjálfsögðu ekki.“ Sprengjusérfræðingar frá Noregi Mikið umstang og skipulagning fylgdi fundinum. Lúxusbílar sem fluttir voru inn til þess að ferja leiðtogana milli staða í borginni verða ekki fluttir aftur út heldur fara í sölu. Eins og fréttastofa greindi frá í dag er þegar búið að selja helming þeirra bíla sem keyptir voru. Þá var viðbúnaður lögreglu vegna fundarins mikill og þurfti að þjálfa um þrjú hundruð lögreglumenn sérstaklega í meðferð skotvopna. Tölur liggja ekki fyrir um heildarfjölda þeirra sem tóku þátt í gæslunni en lögreglan naut liðsinnis 116 erlendra lögreglumanna og sérfræðinga. Sérsveitarmenn og sprengjusérfræðingar komu frá Noregi og sérfræðingar í drónavörnum frá Danmörku. Frá Finnlandi komu sérfræðingar í drónavörnum og öryggisleit og nokkur aðstoð kom frá Europol, landamæraeftirliti Evrópu, auk frekari utanaðkomandi ráðgjafar. Sextíu sendinefndir sem sóttu fundinn nutu vopnaðrar gæslu – og á meðal þess sem keypt var inn fyrir fundinn voru skotvopn. Ekkert fæst uppgefið um umfang þeirra kaupa að svo stöddu, né hvað gert verður við vopnin nú þegar fundinum er lokið.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ítalía Tengdar fréttir Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. 17. maí 2023 20:59 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Sjá meira
Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18
Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00
Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. 17. maí 2023 20:59