Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Nýjustu greinar eftir höfund

Mót­mæli vegna endur­kjörs Venesúela­for­seta

Efnt hefur verið til mótmæla víða í Venesúela vegna endurkjörs Nicolás Maduro í embætti forseta. Maduro hlaut 51 prósent atkvæða, þvert á það sem útgönguspár gerðu ráð fyrir og hefur stjórnarandstaðan þar í landi sagt kosningarnar meingallaðar.

Þyrlusveitin sinnti ó­vana­legu út­kalli á Helga­felli

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu á Helgafell í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir óvanalegt þyrlusveitin sé kölluð í svo stutt flug. 

Tvö börn stungin til bana í Southport

Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega.

Mælir gegn notkun á teflonvörum

Sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði mælir gegn notkun á pönnum og öðrum eldhúsáhöldum sem innihalda teflon, og mælir með keramík- eða stáláhöldum í staðinn. Rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg langtímaáhrif teflons, þar með talið auknar líkur á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. 

Taum­laus græðgi, hlaup og um­deild bíla­kaup

Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Verðhækkanir séu til marks um taumlausa græðgi og ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga.

Mikið undir í for­seta­kosningum Venesúela

Forsetakosningar fóru fram í Venesúela í dag. Kjörstöðum átti að loka klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma en standa víða enn opnir vegna þess að enn stendur fólk í röð og bíður eftir að fá að kjósa. 

Síðasta á­varp Guðna í em­bætti: „Þið eruð geggjuð!“

Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands flutti sitt síðasta ávarp í embætti í gær við upphaf utanvegarhlaupsins Kerlingarfjöll Ulta, fimm dögum áður en nýr forseti tekur við embætti. Að ávarpi loknu tók hann þátt í hlaupinu og hljóp 22 kílómetra. 

„Þó nokkur að­gerð“ að sækja göngu­manninn sem steig í hver

Um fimmtíu manns komu með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerð í dag þegar göngumaður í Kerlingarfjöllum steig ofan í hver og hlaut áverka á fæti. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús frá Ásgarði með þyrlu Landhelgisgæslunnar um áttaleytið í kvöld. 

Sjá meira