Föngum á Litla-Hrauni skipt upp vegna hótana Hótanir fanga í verkfalli í garð forstöðumanns Litla-Hrauns hafa verið tilkynntar til lögreglu. Tveir fangar sem höfðu sig mest í frammi, hótuðu og ógnuðu samföngum, voru fluttir í annað fangelsi. 1.2.2018 06:00
Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31.1.2018 06:45
Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Íslenskur fiskútflytjandi er grunaður um stórfelld skattalagabrot. Málið kom upp í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri réðst í húsleit hjá honum, eignir hans hafa verið kyrrsettar og bankareikningar frystir. 18.1.2018 06:00
Ný skýrsla frá Landlækni sýnir að lítið dregur úr læknarápi Nýr lyfjagagnagrunnur lækna hefur ekki skilað tilskildum árangri til að sporna við ávísunum lyfja. "Eins og að beygja olíuskipi,“ segir sérfræðingur hjá Embætti landlæknis. 17.1.2018 07:00
Titlarnir teknir af lögmönnum Lögmenn eru ekki lengur titlaðir sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn í nýjum lögum um lögmenn, sem tóku gildi samhliða stofnun nýs millidómstigs, Landsréttar, þrátt fyrir að þeir hafi málflutningsréttindi þess efnis. Titlarnir hrl. og hdl. hafa þannig verið felldir úr gildi. 13.1.2018 07:00
Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi Fjármunir sem gerðir eru upptækir renna beint í ríkissjóð. Ríkið hagnaðist um tæplega hundrað milljónir króna á síðustu tveimur árum og búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár, eftir að lögregla haldlagði hátt í 200 milljónir króna á dögunum. Þá segist lögreglan ætla að spýta í lófana í þessum málefnum. 11.1.2018 07:15
Morðtíðni á Íslandi áhyggjuefni að mati prófessors Frá árinu 2000 hafa þrjátíu og sex morð verið framin hér á landi. 6.1.2018 19:57
Útiskemmtanir víða um land þegar jólin verða kvödd Jólin verða kvödd í dag og af því tilefni verða þrettándabrennur haldnar víða um land. Alls verða þrjár brennur á höfuðborgarsvæðinu. 6.1.2018 14:07
Komust ekki í útkall vegna þoku: Vill sjúkraþyrlu til Eyja Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi kallar eftir heildstæðari lausnum og vill staðarvaktaða sjúkraþyrlu í Eyjum. 6.1.2018 13:22
Rafleiðni hefur minnkað í Múlakvísl Litlar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofu Íslands eftir að rennsli jókst í gær og litur árinnar breyttist. 6.1.2018 12:41