Vísar ummælum Jóhannesar Þórs til föðurhúsanna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafnar því alfarið að sóttvarnayfirvöld séu að grafa undan stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi svokallað litakóðakerfi sem stefnt er á að taka upp á landamærunum þann 1. maí. 31.3.2021 12:28
Sjá ekki tengsl á milli þeirra fimm sem greindust utan sóttkvíar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir enn sem komið er ekki hægt að sjá tengsl á milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. 31.3.2021 11:27
„Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31.3.2021 09:39
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31.3.2021 08:55
Lægð beinir til okkar hlýju lofti Suðvestur af landinu er 1037 millibara lægð sem beinir til okkar hlýrri suðvestanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag verði víða vindur á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu en norðan- og norðvestanlands verði fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu. Í kvöld mun svo hvessa á Austfjörðum. 31.3.2021 07:42
Réðst á öryggisvörð sem benti á grímuskyldu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan sex í gærkvöldi um líkamsárás í Vínbúðinni í miðbæ Reykjavíkur. 31.3.2021 06:56
Fólk á gosstöðvunum fram á nótt og óljóst hvenær verður opnað í dag Fólk var á gosstöðvunum fram á nótt og voru síðustu gestirnir ekki farnir af svæðinu fyrr en um tvöleytið að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er óljóst hvenær gossvæðið verður opnað í dag en líkt og í fyrrakvöld var því lokað á miðnætti og hófst þá rýming. 31.3.2021 06:46
Ekki útilokað að færslur á Reykjanesskaga valdi spennubreytingum í Þrengslunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir aukna jarðskjálftavirkni í Þrengslunum í gær að öllum líkindum hluta af hefðbundinni skjálftavirkni á svæðinu. 30.3.2021 12:26
Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. 30.3.2021 11:30
Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 30.3.2021 09:12
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent