Vísar ummælum Jóhannesar Þórs til föðurhúsanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 12:28 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafnar því alfarið að sóttvarnayfirvöld séu að grafa undan stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi svokallað litakóðakerfi sem stefnt er á að taka upp á landamærunum þann 1. maí. Kerfið mun meðal annars fela það í sér að þeir sem hingað koma frá grænum eða gulum svæðum samkvæmt skilgreiningu Sóttvarnastofnunar Evrópu munu ekki þurfa að fara í tvöfalda skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Í staðinn þurfa þeir að framvísa neikvæðu PCR-prófi við brottför og fara svo í eina skimun við komuna til landsins. Halda skal sóttkví þar til niðurstaða fæst en reynist hún neikvæð er viðkomandi frjáls ferða sinna. „Það er orðið svolítið sérstakt þegar menn eru farnir að gera það nánast daglega í fjölmiðlum að reyna að grafa undan ákvörðunum ríkisstjórnarinnar sem eru ekki teknar á einhverjum duttlungum heldur á grunni mjög faglegrar og ítarlegrar skýrslu,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í viðtali við fréttastofu RÚV í gær en á þriðjudagskvöld sagðist Alma Möller, landlæknir, hafa efasemdir um að taka ætti upp litakóðakerfi á landamærum eins og stefnt er að 1. maí. „Ég tel að við eigum áfram að viðhafa ítrustu varkárni á landamærunum og að það sé kannski ekki tímabært að fara að opna þau meira,“ sagði hún meðal annars. Þá gagnrýndi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, stefnu stjórnvalda varðandi litakóðakerfið í Kastljósi í gær og sagði að það væri dálítið eins og stjórnvöld væru í öðrum heimi með þessi áform sín. Þórólfur og Alma voru á upplýsingafundi í dag spurð út í ummæli Jóhannesar Þórs um að sóttvarnayfirvöld væru að grafa undan stefnu stjórnvalda. „Ég held að það sé náttúrulega algjörlega alrangt og bara vísa því til föðurhúsanna að við séum að grafa undan stefnu,“ sagði Þórólfur og hélt áfram: „Við erum að halda okkur við faglega hluti, faglegar ráðleggingar sem taka mið af stöðu faraldursins og þróuninni sem er í gangi bæði innanlands og erlendis og á landamærum hvað við vitum um bólusetningar og annað slíkt. Það er okkar hlutverk að gera það og við bara erum heiðarleg í því að skýra frá því.“ Þá sagði hann að það sem hann hefði sagt um litakóðakerfið væri að honum þætti ekki tímabært að ræða það. „Því mér ber samkvæmt lögum að koma með faglega ráðgjöf til stjórnvalda sem ég geri þá þegar nær dregur 1.maí. Og ég er ekki bundinn af litakóðunarkerfinu þannig að ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði Þórólfur. Alma tók ekki eins djúpt í árinni en ítrekaði þá skoðun sína að áfram yrðu viðhafðar ítrustu varnir á landamærunum. „Sérstaklega í ljósi þess að faraldurinn er á mikilli siglingu víða erlendis. Þessi nýju afbrigði breyta leikreglunum og síðan að við erum ekki komin lengra í bólusetningum. Vissulega erum við langt komin með að bólusetja þá elstu og viðkvæmustu en til dæmis þetta breska afbrigði það smitar yngra fólk líka. Við erum auðvitað öll í sama liðinu, við og ríkisstjórnin, og það er auðvitað bara sameiginlegt markmið að taka skynsamlegar ákvarðanir sem taka tillit til faraldursins í víðu ljósi og ég er viss um að svo verður áfram,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kerfið mun meðal annars fela það í sér að þeir sem hingað koma frá grænum eða gulum svæðum samkvæmt skilgreiningu Sóttvarnastofnunar Evrópu munu ekki þurfa að fara í tvöfalda skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Í staðinn þurfa þeir að framvísa neikvæðu PCR-prófi við brottför og fara svo í eina skimun við komuna til landsins. Halda skal sóttkví þar til niðurstaða fæst en reynist hún neikvæð er viðkomandi frjáls ferða sinna. „Það er orðið svolítið sérstakt þegar menn eru farnir að gera það nánast daglega í fjölmiðlum að reyna að grafa undan ákvörðunum ríkisstjórnarinnar sem eru ekki teknar á einhverjum duttlungum heldur á grunni mjög faglegrar og ítarlegrar skýrslu,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í viðtali við fréttastofu RÚV í gær en á þriðjudagskvöld sagðist Alma Möller, landlæknir, hafa efasemdir um að taka ætti upp litakóðakerfi á landamærum eins og stefnt er að 1. maí. „Ég tel að við eigum áfram að viðhafa ítrustu varkárni á landamærunum og að það sé kannski ekki tímabært að fara að opna þau meira,“ sagði hún meðal annars. Þá gagnrýndi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, stefnu stjórnvalda varðandi litakóðakerfið í Kastljósi í gær og sagði að það væri dálítið eins og stjórnvöld væru í öðrum heimi með þessi áform sín. Þórólfur og Alma voru á upplýsingafundi í dag spurð út í ummæli Jóhannesar Þórs um að sóttvarnayfirvöld væru að grafa undan stefnu stjórnvalda. „Ég held að það sé náttúrulega algjörlega alrangt og bara vísa því til föðurhúsanna að við séum að grafa undan stefnu,“ sagði Þórólfur og hélt áfram: „Við erum að halda okkur við faglega hluti, faglegar ráðleggingar sem taka mið af stöðu faraldursins og þróuninni sem er í gangi bæði innanlands og erlendis og á landamærum hvað við vitum um bólusetningar og annað slíkt. Það er okkar hlutverk að gera það og við bara erum heiðarleg í því að skýra frá því.“ Þá sagði hann að það sem hann hefði sagt um litakóðakerfið væri að honum þætti ekki tímabært að ræða það. „Því mér ber samkvæmt lögum að koma með faglega ráðgjöf til stjórnvalda sem ég geri þá þegar nær dregur 1.maí. Og ég er ekki bundinn af litakóðunarkerfinu þannig að ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði Þórólfur. Alma tók ekki eins djúpt í árinni en ítrekaði þá skoðun sína að áfram yrðu viðhafðar ítrustu varnir á landamærunum. „Sérstaklega í ljósi þess að faraldurinn er á mikilli siglingu víða erlendis. Þessi nýju afbrigði breyta leikreglunum og síðan að við erum ekki komin lengra í bólusetningum. Vissulega erum við langt komin með að bólusetja þá elstu og viðkvæmustu en til dæmis þetta breska afbrigði það smitar yngra fólk líka. Við erum auðvitað öll í sama liðinu, við og ríkisstjórnin, og það er auðvitað bara sameiginlegt markmið að taka skynsamlegar ákvarðanir sem taka tillit til faraldursins í víðu ljósi og ég er viss um að svo verður áfram,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira