Skoða sektir á fyrirtæki sem uppfylla ekki kynjakvóta Til skoðunar er að beita fyrirtæki sem ekki uppfylla lagakröfur um kynjakvóta í stjórnum sektum eða öðrum viðurlögum en frumvarp þess efnis er í smíðum í atvinnuveganefnd. Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir óviðunandi að markmiðum laga um kynjakvóta hafi ekki verið náð. 9.5.2018 20:00
Segja skort á atvinnutækifærum ástæðu fólksfækkunar á Stöðvarfirði Íbúar á Stöðvarfirði kenna skorti á atvinnutækifærum um viðvarandi fólksfækkun í bænum. 7.5.2018 20:00
Með húfu og vettlinga í ræktinni Átta Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem verður á Spáni í næstu viku. Þeir æfa nú af kappi og sumir kappklæddir til þess að venjast hreyfingu í miklum hita. 6.5.2018 20:00
Einn frambjóðandi afmáður af lista Öll sextán framboðin sem skiluðu inn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar voru metin gild og verður því metþátttaka í næstu kosningum. Einn frambjóðandi uppfyllti þó ekki kjörgengisskilyrði og var strikaður út af lista. 6.5.2018 18:45
Telur ólíklegt að samningar náist á morgun í kjaradeilu ljósmæðra Formaður samninganefndar ljósmæðra segir að ummæli Bjarna Benediktssonar í gær hjálpi ekki til. 6.5.2018 14:54
Ótækt að setja kvóta á mannréttindi Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. 5.5.2018 19:30
Sirkus fær framhaldslíf á Seyðisfirði Skemmtistaðurinn Sirkus verður opnaður á ný og nánast í upprunalegri mynd á Seyðisfirði innan tíðar. Græjunar, barborðið og stólarnir frá gamla staðnum sitja í gámi við hafnarbakkann. 1.5.2018 20:00
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sprungin vegna íbúafjölgunar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. 1.5.2018 19:30
Viðræður hafnar um nýtt vatnsból á Suðurnesjum HS Orka á í viðræðum við sveitarfélögin á Suðurnesjum um staðsetningu fyrir nýja framtíðarvatnsveitu svæðisins. 1.5.2018 14:15
Ekki ólíklegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins vakni við alhvíta jörð í vikunni Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. 1.5.2018 13:45