varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kettlingar vanræktir á sveitabæ

Fjórum kettlingum sem bjuggu við vanrækslu á sveitabæ var í gær komið í hendur samtakanna Villikatta. Sjálfboðaliði hjá samtökunum segir of algengt að bændur sinni ekki köttunum sínum og láti ekki gelda þá.

Efnir til hópmálsóknar fyrir flóttamenn

Fjögurra manna fjölskyldu, sem hefur verið hér á landi í tólf mánuði og fellur ekki undir breytingar sem gerðar voru á útlendingalögum, var tilkynnt í dag að hún yrði send úr landi eftir tvær vikur. Aðstandendur undirbúa hópmálsókn gegn dómsmálaráðuneytinu og telja brotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð

Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu.

Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja

Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám eru kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir.

„Sjálfstæðisflokkurinn séð það mun svartara"

Línurnar eru að skýrast fyrir komandi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður varaformaður flokksins og í flestum kjördæmum verða uppstillingar á lista.

Fjöldi morðmála yfir meðaltali síðustu ára

Þremur einstaklingum hefur verið ráðinn bani hér á landi á þessu ári og er fjöldi mála yfir meðaltali síðustu ára að sögn afbrotafræðings. Maðurinn sem grunaður er um morðið á Hagamel á fimmtudagskvöld er hælisleitandi samkvæmt heimildum fréttastofu.

Minnst þriggja flokka meirihluti í boði

Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri

Uppreist æra Hjalta gæti verið í hættu

Tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum. Breytingar á meðmælabréfum gætu talist refsiverðar. Þetta segir lektor í refsirétti

Deilibíll kostar um 1.600 krónur á tímann

Deilibílaþjónusta hefst í Reykjavík á mánudag undir merkjum Zipcar. Hægt verður að leigja bíl fyrir allt að 1.600 krónur á klukkustund. Fyrstu bílarnir verða við Háskólann í Reykjavík en sótt hefur verið um fleiri stæði.

Samþjöppun í ferðaþjónustu líkleg

Hægja mun á fjölgun ferðamanna á næstu árum eða misserum og það mun fela í sér miklar áskoranir fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Samþjöppun í greininni er talin líkleg, þar sem minni fyrirtæki gætu orðið undir.

Sjá meira