varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Samþjöppun í ferðaþjónustu líkleg

Hægja mun á fjölgun ferðamanna á næstu árum eða misserum og það mun fela í sér miklar áskoranir fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Samþjöppun í greininni er talin líkleg, þar sem minni fyrirtæki gætu orðið undir.

98 ára, lögblind og prjónar eftir minni

Hin 98 gamla Jóhanna Hjaltadóttir er lögblind en prjónar enn á hverjum degi samkvæmt minni. Hún hefur hannað óteljandi flíkur og fylgir aldrei uppskrift.

Þolendur upplifa sig vanmáttuga

Þolendur kynferðisofbeldis upplifa sig gjarnan utanveltu í réttarkerfinu þegar mál þeirra eru tekin fyrir. Doktorsnemi telur rétt að þolendur séu ekki einungis vitni í eigin máli.

Lokar sig inni í gluggalausu herbergi

Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum.

Níu ára börn tekin með klám í skólanum

Grunnskólanemendur eru reglulega staðnir að því að skoða klám í tölvum og snjallsímum á skólatíma. Samtökin Heimili og skóli hafa gripið inn í slíkar aðstæður með fræðslu fyrir nemendur allt niður í níu ára aldur. Aukið aðhald þykir nauðsynlegt samhliða aukinni snjallsímanotkun.

Meiri áhersla á starfsumhverfi en prósentur

Fjármálaráðherra segir mikilvægt að varðveita kaupmáttaraukningu liðinna ára. Í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríksins verður áhersla því lögð á að bæta vinnuumhverfi og önnur atriði sem ekki snúa beint að launaliðnum.

Tekjuhærri ferðamenn ekki að skila sér

Dregið hefur úr tekjuvexti í ferðaþjónustu og helst hann ekki í hendur við fjölgun ferðamanna. Gögn um neyslu og fjölda ferðamanna sýna að markmið um að ná tekjuhærri ferðamönnum til landsins hafi ekki náðst.

"Þetta stóriðjuskeið er bara liðið hjá"

Kerfisbundin mótmæli tveggja lækna gegn Hvalárvirkjun hófust í byrjun mánaðarins. Daglega munu þeir birta myndir af fossum sem verða undir ef af framkvæmdunum verður.

Koma svartolíu úr okkar lögsögu

Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi.

Menga eins og milljón bílar

Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök.

Sjá meira