Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Lífeyrissjóðir með fjórðung af nýjum íbúðalánum árið 2022

Hrein ný útlán lífeyrissjóða til heimila námu 48 milljörðum króna árið 2022 og voru þau um fjórðungur af heildarupphæð nýrra íbúða á árinu. Nýbirtar tölur Seðlabanka Íslands sýna endurkomu lífeyrissjóða á lánamarkaði eftir tveggja ára tímabil þar sem uppgreiðslur voru meiri en ný útlán.

Seðla­bankinn í klemmu milli þess að sýna festu eða yfir­vegun

Meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 50 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Skiptar skoðanir eru á því hvort bankinn eigi að sýna yfirvegun eða festu í því að hemja þensluna í hagkerfinu.

Ávinningur af skatti á streymisveitur sagður „óljós“

Tekjur ríkisins af því að leggja skatt á streymisveitur með sama hætti og mörg önnur Evrópuríki hafa gert gætu numið 200 milljónum króna á ári samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ráðuneytið telur hins vegar að ávinningurinn af slíkri skattheimtu sé „óljós“ og hugsanlega geti hún haft neikvæð áhrif á þann iðnað sem er nú þegar til staðar.

Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast

Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir.

Verð­bólgu­kippur í boði hins opin­bera kú­vendir ekki horfunum

Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag.

Ó­tíma­bært að fella dóm um jafn­launa­vottunina

Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir of snemmt að fella dóm um það hvort lögfesting jafnlaunavottunarinnar hafi skilað tilætluðum árangri en hratt minnkandi launamunur kynjanna á síðustu árum gefi þó sterklega til kynna að svo sé.

Sjá meira